Atvinnubótavinna??

Ég velti því stundum fyrir mér hvort borgin standi fyrir atvinnubótavinnu. Hér fyrir utan hjá mér reis stærðarinnar riðjárnsveggur. Hann þjónar sínu hlutverki ágætlega. Þegar veggurinn var risinn var hafist handa við að gera svæðið fyrir framan hann snyrtilegt og fínt. Steyptur var kantur í c.a. meters fjarlægð frá veggnum, lagður göngustígur og svo sett mold (og vonandi verða gróðursett þétt og falleg tré sem hylja vegginn. Nema hvað... nú hefði ég haldið að kominn væri tími á gróðursetningu í moldinni, en nei. Nú eru borgarstarfsmenn að rífa niður kantinn sem þeir settu upp ekki alls fyrir löngu. Ég spyr mig... er engin fyrirhyggja í plönum borgarinnar?? Er peningum okkar borgarbúa ekki betur varið í annað en að steypa og rífa niður gangstéttarkanta??

Hugmynd: Væri kannski hægt að ljúka lóðinni við Laugalækjarskóla... skólinn er nú orðinn nokkurra tuga ára gamall og enn með ókláraða lóð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég þoli ekki svona heimsku.  Finnst ég hafa upplifað þetta aftur og aftur og þegar mér var nóg boðið síðast þá hringdi ég í borgina og fékk að tala við einhvern borgarverkfræðing í hverfinu mínu.  Mæli með því að láta þetta fara alla leið og spyrja mennina sem bera ábyrgð hvað standi til, hvað hafi verið að ársgamla kantinum og svo framvegis.

 Kveðja Linda pinda

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband