Réttur til bóta...

Ég hlustaði á útvarpið í morgun. Meðal þess sem rætt var um var há tíðni skilnaðar á Íslandi. Þess til skýringar var m.a. sú staðreynd að margir "skilja á pappírum" til þess að fá hærri barnabætur og þá aðstoð sem einstæðum foreldrum er ætluð.

Mér finnst oft í umræðunni á Íslandi að fólk telji sig eiga rétt á hinu og þessu. Það virðist alveg gleyma því til hvers þessar og hinar bætur eru. Það er nokkuð ljóst að yfirleitt er erfiðara fyrir einn einstakling að reka heimili heldur en tvo. Margir kostnaðarliðir eru þeir sömu hvort sem um er að ræða einn rekstaraðila heimilis eða tvo, s.s. hiti, rafmagn, fasteignagjöld o.s.frv. Bætur eru þess vegna hugsaðar til að auðvelda einum að reka heimili. Barnabæturnar eru auk þess tekjutengdar þannig að ef tveir foreldrar hafa til samans lægri tekjur heldur en eitt einstætt þá fá þeir hærri barnabætur.

Mér finnst líka svolítil (eða jafnvel heilmikil) tilætlunarsemi að ætlast til að ríkið eða sveitarfélagið reki eða sjái fyrir fjölskyldu manns. Þegar þannig er litið á málið verður líka að hugsa til þess hvaðan ríki og sveitarfélög fá peninga. Það eru þá skattpeningar annarra sem fara í umönnina. Finnst fólki í alvörunni alveg sjálfsagt að annað fólk sjái fyrir því og fjölskyldu þess??

Þeir sem eru í sambúð eða giftir og kvarta yfir því að fá ekki sömu ívilnar og einstæðir, gleyma því að þeir sitja ekki við sama borð og einstæðir. Finnist þeim erfitt að standa í þessu tveir, þá ættu þeir að prófa það einir. Fólk verður bara að sníða sér stakk eftir vexti.

Svolítið dómhörð???????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir utan þetta þá skil ég ekki hvernig einstæðir foreldrar fara að í uppeldinu.  Ég er aldrei eins líkamlega og andlega úrvinda og þegar ég er "einstæð" í nokkra daga og Hugi kannski erlendis.  Úff hvernig væri ef þetta væri alla daga.  Myndi ekki meika það.  Dáist bara að þér að standa í öllu þessu og klára mastersnám í þokkabót.  En sammála þér það er bara þjófnaður að svindla á kerfinu.  Hins vegar finnst mér að þetta ætti að vera tekjutengt þa. tekjulág hjón fengju einnig sömu styrki og einstæðir þá myndi kannski minnka þetta svindlerí.  Ég nefnilega prófaði einu sinni reiknivélina á rsk og þá fá tekjulág hjón sem eru með minni heildartekjur en einstæður tekjuhár einstaklingur minni bætur.  Fannst það ekki alveg meika sens.  Luv ya. Erla

Erla (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 23:11

2 identicon

Ég get pirrað mig óendanlega mikið á því þegar ég heyri að fólk er að svindla vísvitandi á kerfinu og leggur töluvert á sig í þokkabót til þess.  Sérstaklega þar sem ég er einn af þeim einstaklingum samfélagsins sem legg extra mikið til þess, ekki endilega vegna þess að ég er hálaunuð, heldur vegna þess að ég greiði mína skatta en nota ákaflega lítið það sem skattarnir fara í.  Þ.e.a.s. ég hef ekki lent í því að fara á sjúkrahús, ég á ekki barn og þarf því ekki að nota dagmömmurnar, leikskólana og grunnskólana.  Ég á ekki bíl og nota því ekki vegakerfið (breytist nú samt fljótlega því almenningssamgöngurnar eru algjört prump í dag).  Reyndar á ég afa og ömmu sem þurfa að nota sjúkrahúsin en ég veit ekki hvort það er hægt að reikningsfæra það á mig.  Ég fæ vaxtabætur af húsnæðiskaupum en ætli þetta verði ekki í annað og síðasta sinn sem ég fæ þær.  Aðrar bætur eða styrki frá ríkinu hefur mér ekki verið boðið enda veit ég ekki hvort ég myndi þiggja það því ég er stolt stelpa og tel að ég geti alveg plumað mig á eigin spýtur :) sem betur fer.

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband