Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 9.4.2007 | 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bíóferðin á Skjaldbökurnar var í flesta staði skemmtileg og ógleymanleg. Ógleymanleikinn kemur því miður ekki til vegna þess hve það var gaman heldur vegna hegðunar manns sem ég varð vitni að. Þetta var ungur maður í bíó með ungum syni sínum. Þeir mættu síðastir og því fékk einungis yngri drengurinn sæti, hinn sat í tröppunum. Þeir feðgar fengu sér popp og kók eins og siður er í bíóhúsum. Við mæðgur sátum fyrir aftan þá og því fór ekki fram hjá okkur þegar hinn eldri gaf frá sér hin mestu rophljóð, við misstum hins vegar alveg af því þegar hann sagði afsakið. Þegar gosglasið var tómt henti maðurinn því niður stigann. Sama gerði hann við glas sonar síns, popppokann sinn og popppoka sonarins, hálf fullan. Það kom að því að sonurinn spurði pabba sinn hvers vegna hann notaði ekki ruslatunnuna, þá svaraði pabbinn "Það er fólk sem þrífur þetta". Ég sat þarna fyrir aftan og átti í mestu vandræðum með að segja ekki neitt. Ég var hrædd um að dóttir mín færi hjá sér ef mamma hennar væri að skamma fullorðinn mann. Ég sé samt eftir því núna því að með því að segja ekki neitt var ég náttúrulega að samþykkja þessa fáránlegu hegðun mannsins.
Næsta mál á dagskrá... Húsasmiðjan... Eitt sinn ákvað ég að versla aldrei aftur við þá búð eftir að hafa fengið rangar upplýsingar sem kostuðu mig mikið vesen... ég var næstum búin að gleyma þessari ákvörðun minni því nú er Húsasmiðjan sambyggð Blómavali og fer ég stundum þangað. Á fimmtudagskvöldið skrapp ég þangað að kaupa páskaliljur fyrir hátíðina, ég ákvað að líta við í Húsasmiðjunni þar sem mig vantar flísar á nýja eldhúsið mitt. Ég fann líka þennan flotta náttúrustein og líka á tilboði (ég veit vel að ég þjáist af múskóveikinni;). Ég spurði drenginn sem var að vinna þarna hvernig staðan væri á lagernum, því ég kem þessu nú ekki í bílinn... og hann sagði "iss það er nóg til". Ég sá líka smart viftu og ákvað að koma á laugardaginn og versla, því það var jú nóg til. Ég mæti eldspræk á laugardaginn til að kaupa mér flísar og viftu. Ég hitti sama strákinn og ég ræddi við síðast, en nú er komið annað hljóð í strokkinn, engar flísar til, ekki heldur þessar brúnu... já og viftan, líka búin. Mér finnst þetta ferlega léleg þjónusta. Í fyrsta lagi er mér sagt að allt sé til og í góðu lagi að koma seinna, í öðru lagi, þegar ég kem aftur eru engar merkingar sem gefa það til kynna að þessar vörur sem ég hafði áhuga á séu uppseldar. Ekki var boðist til að athuga í öðrum búðum fyrr en ég bað um það og loksins þegar kom í ljós að viftan var til á suðurnesjum, vissi piltunginn ekki hvar á suðurnesjunum Húsasmiðjubúðin væri til húsa. Hann ætlaði nú að reyna að útskýra fyrir mér hvar suðurnesin væru... Mér finnst þetta ömurleg þjónusta eða engin þjónusta kannski frekar og ætla mér að muna að versla ekki í húsasmiðjunni.
Bloggar | 8.4.2007 | 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við mæðgurnar fórum í bíó í dag eins og ótrúlega margir aðrir. Við vorum svo heppnar að ná í síðustu tvo miðana á TMNT í Laugarásbíói og fórum því ekki fýluferð eins og sumir. Ég var svolítið spennt að sjá hvernig tíminn hefði leikið þessa pizzuétandi vini mína og var því alveg jafnánægð með bíóferðina og litla mín sem var að sjá þá í fyrsta sinn. Skjaldbökurnar stóðu alveg fyrir sínu. Mér finnst reyndar gamla myndin meira sjarmerandi svona teiknimyndalega séð en þessi mynd var engu að síður fín þannig þó að mér fyndust slagsmálin helst til mikil í barnamynd, þó hún sé bönnuð innan 7 ára. Einnig fannst mér hálf fáranlegt að hafa auglýsingu þar sem bjór lék stórt hlutverk á undan myndinni en...
Í myndinni eru tvær kvenpersónur. Mikið hefur verið rætt um hve slæmt það sé hve grannar fyrirsætur eru og hve slæmar staðalímyndir unglingsstúlkur og börn fá þegar þau sjá þessar grindhoruðu stúlkur sí og æ. Einnig hefur Barbí greyið líka fengið að finna fyrir því... eins fáranlegur og vöxtur hennar þykir. Mér sýnast teiknimyndateiknararnir ekki vera neinir eftirbátar tískufrömuða og annarra hvað varðar það að sýna kvenlíkamann í undarlegum hlutföllum. Mittið er ótrúlega mjótt, stór brjóst og ofsalega grannir útlimir, nokkuð ljóst að þetta er teiknað af karlmanni... eða hvað?? Ég tók líka eftir því að þeir menn í myndinni sem voru huglausir voru feitir.... kannski les ég bara allt of mikið í þetta allt saman. Hún dóttir mín var ofsalega ánægð með myndina og æfir hin ýmsustu spörk af krafti enda orðin skjaldbakan sem bjargar öllu;)
P.s. það var eitt barn sem missti niður tvo poppkornspoka... hvaða barn ætli það hafi verið;)
Bloggar | 7.4.2007 | 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 3.4.2007 | 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá í Mogganum í dag að það vantar 600 hjúkkur... Getur Glitnir ekki græjað þetta fyrir okkur, sagan segir jú að þeir séu snillingar í mannaveiðum
Svo er líka spurning hvort ekki ætti að auðvelda þeim sem hingað flytjast menntaðir að fá menntun sína metna (þ.e. þeir sem koma frá löndum þar sem ekki er tvíhliða samningur við Ísland um gagnkvæma viðurkenningu æðri menntunar). Það er nefnilega frekar dapurt að sjá fólk sem hingað flyst með góða menntun og reynslu lenda í ófaglærðum láglaunastörfum vegna skrifræðis.
P.s. ég ber fulla virðingu fyrir hjúkrunarfræðingum og þeirra störfum þó ég kalli þá (hjúkrunarfræðingana) hjúkkur í fyrirsögninni;)
Bloggar | 3.4.2007 | 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annað dæmi... við mæðgurnar fórum í Baðhúsið einn laugardaginn sem oftar, eftir að ég sótti þá stuttu í gæsluna röltum við niður, þá var að ljúka afró tíma, nema hvað sú stutta ríkur inn í tímann, þar inni er kennarinn ásamt risa stórum kolbikasvörtum karlmanni í einhvers konar afrískri skykkju (hann ber á bumbur í tímanum). Sú stutta starir á hann... ég finn hrollinn læðast niður hrygginn því ég sé á svipnum á henni að hún er að fara að segja eitthvað óþægilegt... fyrir mig. Hún starir áfram og varirnar mynda orð... út kemur það... það er MAÐUR í Baðhúsiðnu!!! því hún veit jú, eins vel gefin og hún er, að það eru bara konur í Baðhúsinu.
Þetta er staðan í dag. Ég man eftir deginum þegar ég sá í fyrsta sinn svarta manneskju, snéri mig úr hálsliðnum, sá í fyrsta sinn klæðskipting og labbaði á ljósastaur. Fyrir dóttur minni og næstu kynslóð skiptir litur húðarinnar ekki máli. Hún sér bara manneskjur og vini, sama hvernig þau eru á litin. Ég er hrædd um að ansi margir geti lært af fjögurra ára dóttur minni.
Bloggar | 2.4.2007 | 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Berglind vinkona mín eignaðist dóttur í gær 28. mars kl. 18.30. Allt gekk vel og heilsast þeim mæðgum vel. Ég á eftir að fara að kíkja á dömuna en treysti því að kominn sé í heiminn lítill rauðhærður skæruliði eins og hún á kyn til. Til hamingju Begga og Siggi.
Þegar barnið er komið í heiminn þá tekur við næsta bið. Og hvað á barnið að heita.... Ég treysti reyndar Beggu og Sigga alveg fullkomlega til að velja fallegt og gott nafn á dótturina. Ég valdi minni dóttur stórt og mikið nafn, ber það aðeins þess merkis að hún er fædd um miðjan vetur og fékk hún því tvö snjónöfn, Snæfríður Fanney. Þegar ég rekst á fréttir frá mannanafnanefnd eða sé lista yfir nöfn ungra barna spái ég stundum í hvað foreldrar séu að hugsa. Kannski finnast þeim bara þess nöfn falleg og trúa því að þau eigi eftir að færa börnum þeirra gæfu. Ég man eftir að þegar ég var unglingur, forfallinn ísfólksaðdáandi, þá var ég alveg með það á hreinu að dóttir mín ætti að heita Villimey Líf... svo varð ég fullorðin. Það eru ekki bara einhver ný "tískunöfn" sem mér finnast undarleg heldur líka gömul nöfn. Stundum er það samt þannig að fólk þekkir einhvern sem ber nafnið, oft nákominn ættingja sem því þykir vænt um og skýrir því nafni sem ekki er þjált. Nöfn sem til voru í gamla daga en hafa sem betur fer dottið upp fyrir eru t.d. Bjálfi og Kálfur. Ég hugsa stundum ætli Bamba, Hræreki, Þiðranda, Spartakusi, Öðrum (Annar), Dreka, Anga eigi eftir að líða svipað og Bjálfa leið í gamla daga. Með fullri virðingu fyrir þeim foreldrum sem kusu þessi nöfn á drengi sína, þá held ég að börn hafi alveg nóg með sitt þó ekki sé verið að klína á þau einhverjum ónefnum.
Bloggar | 30.3.2007 | 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hún dóttir mín horfir á teiknimyndir eins og önnur börn. Stundum kemur það fyrir að ég kíki með henni á það sem imbinn býður upp á og stundum ofbýður mér. Í augnablikinu eru það tveir þættir sem ég man sérstaklega eftir. Annar heitir Kobbi tveir, tveir (eða eitthvað svoleiðis). Í þeim þætti er Kobbi greyið í skóla sem stjórnað er af virkilega illgjörnum skólastjóra, sem vill nemendunum allt hið versta, hitar ekki skólann o.s.frv. Svo um helgina var annar þáttur, þá voru það litlar pöddur í skóla. Kennararnir í þeim skóla tóku virkan þátt í einelti gagnvart einum nemendanum, lítillli skítabjöllu. Mér finnst ekki gott að sýna yngstu áhorfendunum svona efni. Þeir eru ungir og móttækilegir og hafa ekki enn reynslu af skóla til að skapa mótvægi við það sem þeir sjá. Svona efni getur léttilega orðið til að gera börn hrædd við skólann. Ekki gott.
Á móti kemur myndin sem dregin var upp af kennurum í Boston Legal, verst að sá þáttur höfðar ekki til yngstu áhorfendanna. Í þættinum var lögð áhersla á hve margþætt kennarastarfið er orðið. Okkar hlutverk er ekki lengur eingöngu að uppfræða, heldur þurfum við einnig að vera hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, o.s.frv. Eins og fram kom í þættinum, overworked and underpaid. Það var samt dulítið slæmt að kennarinn í þættinum gafst upp og skipti um starfsvettvang, en hélt ekki áfram í baráttunni.
Bloggar | 26.3.2007 | 22:24 (breytt 30.3.2007 kl. 23:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
eða hvað... ég fékk með móðurmjólkinni, eða réttara sagt föðuruppeldinu, þá skýru vissu að íhaldið og auðvaldið væri undirrót alls hins illa í heimi hér. Alin upp í sönnum Marxisma þó mamma reyndi einstaka sinnum að halda bláa litnum að mér þá þýddi það lítið gegn ræðusnilld föður míns. Ég hef s.s. frá blautu barnsbeini verið vinstri manneskja og er það náttúrulega enn. Þessi langi formáli er til kominn vegna þess að ég sá upphafið af Silfrinu í dag. Þar var saman kominn fríður hópur ungra stjórnmálamanna, fulltrúar sjálfstæðisflokks, samfylkingar, vinstri grænna og hinnar nýju Íslandshreyfingar. Þetta var fríður og föngulegur hópur og sat Ágúst í fríðum kvennafans, sem helst leit út fyrir að hafa verið samansettur af stílista. Hver kona var fulltrúi litar, eða þannig. Sjálfstæðiskonan var dökk, soldið goth meira að segja. Sú vinstri græna var fallega rauðhærð og smart og Íslandshreyfingarkona var ekta íslensk kona, ljós á brún og brá. Mér fannst gaman og gott að sjá þessar ungu konur (og náttúrulega Ágúst líka), málefnalegar og verður fulltrúar síns flokks. Svona fínt mótvægi við jakkafataklæddu kallana sem oft verma sætin þegar fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræða málin sín á milli. Ég nálgast óðfluga kjarna málsins. Upp komu nefnilega í umræðunni hin nýju vændislög. Sjálfstæðisflokkurinn fékk slæmt í hattinn og fulltrúi sjálfstæðisflokksins átti fullt í fangi með að standast árásir fulltrúa hinna flokkana varðandi þetta mál. Hvernig í ósköpunum gat þetta átt sér stað, hinir vildu sænsku aðferðina... Henni tókst mjög vel að verja þessa ákvörðun og þessi lög. Í þessu máli er ég nefnilega sammála Sjálfstæðisflokknum. Ég er þeirrar skoðunar að þessi nýju vændislög verndi þá sem kjósa að stunda þessa atvinnugrein. Réttarstaða þeirra er betur tryggð og betur er hægt að fylgjast með heilsufari og þess háttar. Ég held að við getum aldrei komið í veg fyrir vændi, lögin um framboð og eftirspurn sjá til þess, en þegar þessi mál eru uppi á yfirborðinu, tel ég, að betur sé hægt að koma í veg fyrir misnotkun, ofbeldi og ýmislegt annað sem getur verið fylgifiskur þessarar atvinnugreinar. Vinstri græna konan fylgdi nú ekki alveg jafnréttisstefnu flokksins þegar hún talaði alltaf um konur sem fórnarlömb í þessum málum og helst mátti skilja að þeir sem kjósa að nýta sér vændisþjónustu séu eingöngu karlmenn og þeir sem hagnast á slíku séu einnig eingöngu karlmenn. Hún hefur auðsýnilega aldrei heyrt um "Pútnamömmur" og karlmenn sem selja sig. Vel getur verið að þeir séu í minni hluta í stéttinni, þeir karlmenn sem selja sig, en þeir tilheyra henni engu að síður. Já, ég neyðist til að viðurkenna það að í þessu máli er ég sammála Sjálfstæðismönnum og konum.
Svo er það svo undarlegt að eins og margir eru afturhaldssamir í þessum málum þá eru þeir jafnmargir sem eru frjálslyndir þegar kemur að sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Ég held því miður ekki að í þeim löndum sem selja vín og bjór í matvöruverslunum að áfengis og vímuefnavandinn sé minni. Þannig sé er ég ekki mótfallin sölunni, heldur held ég að erfitt reynist að koma í veg fyrir að börn og unglingar kaupi þessar veigar í verslununum. Ég held að það reynist þeim jafn létt og að kaupa sígarettur í dag, og okkur jafnerfitt að koma í veg fyrir það. Nú nota sumir það sem rök að ætli unglingar að nálgast áfengi geri þeir það sama hvort áfengið sé í matvöruverlsunum eða ei. Með sömu rökum getum við þá farið að selja ýmislegt annað í matvöruverlsununum. Nei, ég vil ekki áfengið í næsta kæli við mjólkina. Einhver sagði "out of sight, out of mind" og ég held að það eigi við. Ég held að áfengisneysla muni aukast með auðveldara aðgengi að áfengi og ég vil barasta ekki að hún aukist.
Í næstu umferð Silfursins mætti hann Jón Magnússon og sat undir hörðum árásum varðandi innflytendastefnu flokksins. Fór það fyrir brjóstið á þeim sem með honum sátu að þeir sem hygðust setjast að á Íslandi þyrftu að framvísa sakavottorði og heilbrigðisvottorði. Mér finnst það gott mál. Jón sagði slík skilyrði sett til að vernda Íslendinga sem þegar búa í landinu. Hann tók ekki fram af hvaða bergi þeir Íslendingar væru brotnir og ég vil trúa því að við sem hér búum og höfum íslenskan ríkisborgararétt séum öll Íslendingar, sama hvort uppruninn sé frá Asíu, Austur-Evrópu, Vestur-Evrópu, Ameríku, Afríku o.s.frv. Mér finnst bara allt í lagi að þeir sem hingað vilja flytja framvísi sakavottorði, ekki það að ég haldi að hingað ætli að hópast erlendir krimmar í stórum stíl, heldur eigum við bara fullt í fangi með okkar eigin íslensku krimma. Mörg lönd krefjast þess að væntanlegir innflytjendur sýni þessi skjöl. Svei mér þá, og líka sammála Frjálslyndum... ég ætla samt að kjósa Vinstri græna, því þegar á heildina er litið þá eru þeir flokkurinn minn
Bloggar | 25.3.2007 | 21:06 (breytt kl. 21:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tommy tottar tær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.3.2007 | 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar