Fegurðin býr í auga áhorfandans

eða eins og það hljómar á frummálinu, beauty is in the eye of the beholder... hljómar alls ekki svo illa en sumt er bara ekki fallegt. Ég hef oft lent í alls konar þrætukeppni við myndmenntakennarann í skólanum mínum, við höfum alls ekki sömu skoðun á því hvað er list og hvað ekki. Við Sæbrautina er risinn veggur úr ryðguðu járni, í túnfæti okkar í Laugalæk. Umræður hafa spunnist um vegginn og komið í ljós að hann er einhvers konar listaverk... Öldur hafsins. Ég er svo óheppin að horfa á þennan vegg út um eldhúsgluggann, fyrir mér er hann bara ryðgað járn. Hann skilar hlutverki sínu svo sem og þannig ágætur til síns brúks, heldur bílunum frá húsunum. En fallegur er hann ekki. Ég get ekki beðið eftir að borgin klári og standi við sitt og komi upp trjábeði (ótrúlega smart orð;)fyrir framan vegginn svo ég sjái hann ekki. Þetta er ekki list fyrir mér. Það getur vel verið að fyrir einhverjum sé það list að kúka í dós, en ég efast um að nokkur vilji hafa dósina inni hjá sér. Alveg eins er með blessaðan vegginn, verið getur að hann sé list... ég vil bara ekki hafa hann fyrir utan gluggann hjá mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband