Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að meðalaldur starfsmanna margra stórverslana hefur stór lækkað á undanförnum árum. Vissulega unnum við líka í Hagkaup, en við hlið okkar var engu að síður fólk með mikla reynslu sem deildi henni með okkur.
Stundum þegar maður á samskipti við unga afgreiðslumenn og konur koma upp skemmtileg atvik...
...Dag einn ákvað ég að elda grjónagraut og vantaði kanilstangir og lifrarpylsu. Ég skrapp í Bónus á Laugaveginum og fann fljótt lifrarpysluna. Hvernig sem ég leitaði fann ég hvergi kanilstangirnar. Ég leitaði því ásjár fræsins (fræ=ung manneskja sem á framtíðina fyrir sér) á kassanum. Ég spyr drenginn á kassanum hvar ég finni umræddar kanilstangir. Ungi drengurinn horfir á mig smá stund og segir svo brosandi..."nei, nei... kanill er ekki stangir, kanill er duft". Ekki fékk ég kanilstangirnar í þeirri ferð. Svona fyrir þá sem ekki vita þá er kanilduftið malað úr stöngunum;)
Einn samkennari minn er að gera upp hjá sér eldhúsið og hefur sér til aðstoðar smið. Smiðinn vantaði terpentínu og sendi samkennarann sökum skammrar vegalengdar út í Olís. Kennarinn fékk þau fyrirmæli að kaupa terpentínu eða white spirit. Við afgreiðsluborðið í Olís var ung stúlka. Kennarinn spyr hvort þau eigi ekki terpentínu eða white spirit. Stúlkan hugsar sig um en neitar svo. Kennaranum er nett brugðið og segir "jú, eigið þið ekki terpentínu eða white spirit." Stúlkan neitar aftur og segir "nei, við seljum ekki svoleiðis súkkulaði".
Ég ætti kannski frekar að setja þessar sögur á Barnaland;)
Flokkur: Bloggar | 9.6.2007 | 08:29 (breytt kl. 08:31) | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.