Lífræn og vistvæn sláttuvél...

Við mægurnar skruppum í smá bíltúr í gær. Út um gluggann sáum við m.a. fólk að viðra hunda og ketti á hlaupum. Upphófst þá enn ein umræðan um gæludýr á heimilinu (eða réttara sagt skort á þeim). Þar sem jr. er með ofnæmi fyrir köttum eru þeir úti og þar sem við erum lítið heima eru hundarnir úti. Ég sagði því Fanneyju að við skildum athuga með páfagauk þegar við kæmum heim og hvort hana langaði ekki í páfagauk sem gæludýr. Hún sagði "jú, jú... eða kind í garðinn. Kind í garðinn!! Það er þannig séð ekkert svo fráleit hugmynd. Kindur eru nokkurn veginn sjálfbjarga, geta séð um sig sjálfar hvað varðar fóður yfir sumartímann, auk þess sem ekki þyrfti að slá grasið og reglulega fengi grasið áburð. Jú svei mér þá...

Hún dóttir mín er mikið farin að spá í samskipti kynjanna (þó að nú væri... orðin 4ra ára;) Um daginn tilkynnti hún mér í fyrsta sinn að hún væri skotin í manni. Hún var að horfa á Skúbídú (ekki teiknimyndina) og varð voða skotin í söngvara sem söng í myndinni. Í dag brugðum við okkur svo í búð. Ég keypti í matinn og síríuslengju handa Fanneyju. Nema hvað þegar við erum rétt sestar inn í bílinn kemur fjallmyndarlegur drengur með síríuslengjuna, sem ég hafði gleymt á borðinu. Ég þakka manninum fyrir og þegar ég hafði lokað hurðinni heyrðist í minni "oh... hann er æðislegur... ég er skotin í honum". Mér líst náttúrulega ekkert á þetta fjöllyndi dóttur minnar og spyr hana um manninn sem hún var svo skotin í fyrir nokkrum dögum. Hún svarar "æ já, hann, ég var búin að gleyma honum. En það er allt í lagi, ég get alveg átt tvo kærasta;)" Ég reyndi að útskýra hvernig málin gengu fyrir sig í okkar samfélagi og þá spyr hún "Mamma, verða kærastar að hafa hár á maganum?" Ég náttúrulega svara því neitandi og segir hún þá "þá verður Högni Gunnar (á leikskólanum) bara kærastinn minn:) Mikið var ég ánægð með að tilvonandi tengdasonur væri á svipuðum aldri en ekki 20-30 árum eldri. 

Ég er búin að vera rosalega dugleg að taka til, raða og henda eftir að ég kláraði skólann. Þegar ég tók geymsluna rakst ég á kassa með öllu Barbie dótinu mínu og ákvað að leyfa jr. að fá það til að leika með. Í kassanum var m.a. Barbie, Ken og lítil barbie stelpa auk mjög fínna svefnherbergishúsganna, hjónarúm þ.á.m. Svo var sú stutta að leika með dótið, svo kalla ég á hana að fara að sofa og vildi hún láta dúkkurnar fara líka að sofa. Spyr hún mig þá hvar rúmið hans Kens sé. Ég segi henni að hann sofi nú bara upp í hjá Barbie. Mín var þá aldeilis hneyksluð... "Hvar á þá barnið að sofa!!" Það er kannski kominn tími á að hún fari að sofa í eigin rúmi;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu lána Alexander Ken og Barbie svo að hann fatti hvar hann eigi að sofa!!

Bryn (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 09:23

2 identicon

Hehe, ég held ég eigi einhvers staðar vöggu handa barninu hjá Barbie og Ken. Best að fara leita af því ;)

Fíapía (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 21:17

3 identicon

Kind í garðinn! Barnið vill bara flytja í Mosó held ég .  Hér eru reyndar hestar út um allt.

kv.

Erla

Erla (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband