Ef ég væri ógeðslega rík...

... byrjaði ég á því að kaupa mér nýjan bíl, Lexus, BMW, Infinity, Audi eða Nissan Murano, jafnvel tvo eða þrjá. Þegar því væri lokið réði ég þýðendur og þýddi bréfið frá krabbameinsfélaginu yfir á þau tungumál sem konur landsins tala og sendi þeim bréf, þar sem útskýrt væri mikilvægi þess að fara í skoðun auk þess sem það yrði gjaldfrjálst. Ég gerði samning við Krabbameinsfélagið og styrkti það til að þær konur sem ekki eiga þess kost að greiða gjaldið fengju skoðunina fría.

Næst myndi ég gefa viðbyggingu við BUGL auk fjár sem nýtast ætti við launakostnað og viðhald eignarinnar næstu árin. Ég myndi splæsa í eitt meðferðarheimili fyrir unglinga, jafnvel stækkun á Stuðlum.

Hvað félagsmálin varðar þá myndi ég stofna sjóð til styrktar fátækum börnum svo að þau fái notið sömu tækifæra hvað varðar íþróttir, tónlist og aðrar tómstundir.

Já ég held ég byrjaði á þessu.

En þar sem ég er ekki rík verð ég að láta nægja að styrkja góð málefni með þúsundkalli hér og þúsund kalli þar og keyra um á Ford Fiesta;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband