Stundum fallast manni alveg hendur. Nógu ógeðslegt er að lesa þessa frétt hér á Mbl.is, en ég heyrði hana líka í útvarpinu fyrr í dag. Þar voru nákvæmari lýsingar á brotum mannsins og m.a. það að hann hafi ítrekað brotið gegn dóttur sinni á níunda áratuginum. Var hann dæmdur í 15 mánaða fangelsi ´91 fyrir þessu ítrekuðu grófu kynferðisbrot. Ekki kom fram í fréttinni hvort maðurinn hafi þá fengið skilorðsbundinn dóm eða ekki. Ég skil þetta ekki. Ég verð bara að viðurkenna það. Í fyrsta lagi skil ég ekki hvernig þessi maður, faðir stúlkunnar, getur enn þá fengið að vera í sambandi við hana. Stúlkan hlýtur að hafa forráðamann sem gætir hagsmuna hennar. Faðirinn hlýtur með framferði sínu hér áður fyrr að hafa fyrirgert öllum rétti til samskipta við stúlkuna. Mér finnst einhvern veginn að við hljótum að eiga að geta komið í veg fyrir að þessir viðbjóðslegu, mannskemmandi atburðir geti hent sömu manneskjuna ítrekað af hendi sama manns. Hvað þá þegar um er að ræða manneskju sem erfitt á með að bera hönd fyrir höfuð sér. Mér finnst samfélagið bera ábyrgð þegar um er að ræða skerta einstaklinga. Við hljótum að geta komið í veg fyrir svona hryllilega atburði. Ég held að ekkert geri mig eins reiða og vanmáttuga þegar ég heyri dóma í kynferðismálum. Mikið vildi ég óska þess að næsti dómsmálaráðherra væri áhugamaður um þessi mál og gerði sitt til að refsiramminn væri nýttur til fulls. Nokkuð ljóst er að ekki dugir að loka þessa menn inni í nokkra mánuði, hvað þá að setja á þá skilorðsbundinn dóm. Það er hreinlega til skammar.
Um leið og ég fjargviðrast yfir þessu langar mig að þakka Blátt áfram fyrir frábært og óeigingjarnt framlag til forvarna í kynferðisbrotamálum. Ég og dóttir mín litla lesum "Minn einkastað" og getum í kjölfarið spjallað saman um hvað má og hvað ekki gera við minn einkastað. Bókin gefur foreldrum umræðugrundvöll til að ræða þessi mál við börn sín.
Dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir að skrifa um þetta mál. Ég hef fylgst með þessari fjölskyldu lengi þar sem ég bý námunda við hana. Þarna er vissulega meira en lítið að. Börn og eiginkona mannsins hafa mátt þola mikið böl áratugum saman. Ég get varla sagt meira nema saga þessarar fjölskyldu er algjör hörmung, yfirvaldiðverður svo sannarlega að grípa í taumana og þau hafa reyndar gert það -til bráðabirgðar.
Valgarður Stefánsson, 22.5.2007 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.