eða hvað... ég fékk með móðurmjólkinni, eða réttara sagt föðuruppeldinu, þá skýru vissu að íhaldið og auðvaldið væri undirrót alls hins illa í heimi hér. Alin upp í sönnum Marxisma þó mamma reyndi einstaka sinnum að halda bláa litnum að mér þá þýddi það lítið gegn ræðusnilld föður míns. Ég hef s.s. frá blautu barnsbeini verið vinstri manneskja og er það náttúrulega enn. Þessi langi formáli er til kominn vegna þess að ég sá upphafið af Silfrinu í dag. Þar var saman kominn fríður hópur ungra stjórnmálamanna, fulltrúar sjálfstæðisflokks, samfylkingar, vinstri grænna og hinnar nýju Íslandshreyfingar. Þetta var fríður og föngulegur hópur og sat Ágúst í fríðum kvennafans, sem helst leit út fyrir að hafa verið samansettur af stílista. Hver kona var fulltrúi litar, eða þannig. Sjálfstæðiskonan var dökk, soldið goth meira að segja. Sú vinstri græna var fallega rauðhærð og smart og Íslandshreyfingarkona var ekta íslensk kona, ljós á brún og brá. Mér fannst gaman og gott að sjá þessar ungu konur (og náttúrulega Ágúst líka), málefnalegar og verður fulltrúar síns flokks. Svona fínt mótvægi við jakkafataklæddu kallana sem oft verma sætin þegar fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræða málin sín á milli. Ég nálgast óðfluga kjarna málsins. Upp komu nefnilega í umræðunni hin nýju vændislög. Sjálfstæðisflokkurinn fékk slæmt í hattinn og fulltrúi sjálfstæðisflokksins átti fullt í fangi með að standast árásir fulltrúa hinna flokkana varðandi þetta mál. Hvernig í ósköpunum gat þetta átt sér stað, hinir vildu sænsku aðferðina... Henni tókst mjög vel að verja þessa ákvörðun og þessi lög. Í þessu máli er ég nefnilega sammála Sjálfstæðisflokknum. Ég er þeirrar skoðunar að þessi nýju vændislög verndi þá sem kjósa að stunda þessa atvinnugrein. Réttarstaða þeirra er betur tryggð og betur er hægt að fylgjast með heilsufari og þess háttar. Ég held að við getum aldrei komið í veg fyrir vændi, lögin um framboð og eftirspurn sjá til þess, en þegar þessi mál eru uppi á yfirborðinu, tel ég, að betur sé hægt að koma í veg fyrir misnotkun, ofbeldi og ýmislegt annað sem getur verið fylgifiskur þessarar atvinnugreinar. Vinstri græna konan fylgdi nú ekki alveg jafnréttisstefnu flokksins þegar hún talaði alltaf um konur sem fórnarlömb í þessum málum og helst mátti skilja að þeir sem kjósa að nýta sér vændisþjónustu séu eingöngu karlmenn og þeir sem hagnast á slíku séu einnig eingöngu karlmenn. Hún hefur auðsýnilega aldrei heyrt um "Pútnamömmur" og karlmenn sem selja sig. Vel getur verið að þeir séu í minni hluta í stéttinni, þeir karlmenn sem selja sig, en þeir tilheyra henni engu að síður. Já, ég neyðist til að viðurkenna það að í þessu máli er ég sammála Sjálfstæðismönnum og konum.
Svo er það svo undarlegt að eins og margir eru afturhaldssamir í þessum málum þá eru þeir jafnmargir sem eru frjálslyndir þegar kemur að sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Ég held því miður ekki að í þeim löndum sem selja vín og bjór í matvöruverslunum að áfengis og vímuefnavandinn sé minni. Þannig sé er ég ekki mótfallin sölunni, heldur held ég að erfitt reynist að koma í veg fyrir að börn og unglingar kaupi þessar veigar í verslununum. Ég held að það reynist þeim jafn létt og að kaupa sígarettur í dag, og okkur jafnerfitt að koma í veg fyrir það. Nú nota sumir það sem rök að ætli unglingar að nálgast áfengi geri þeir það sama hvort áfengið sé í matvöruverlsunum eða ei. Með sömu rökum getum við þá farið að selja ýmislegt annað í matvöruverlsununum. Nei, ég vil ekki áfengið í næsta kæli við mjólkina. Einhver sagði "out of sight, out of mind" og ég held að það eigi við. Ég held að áfengisneysla muni aukast með auðveldara aðgengi að áfengi og ég vil barasta ekki að hún aukist.
Í næstu umferð Silfursins mætti hann Jón Magnússon og sat undir hörðum árásum varðandi innflytendastefnu flokksins. Fór það fyrir brjóstið á þeim sem með honum sátu að þeir sem hygðust setjast að á Íslandi þyrftu að framvísa sakavottorði og heilbrigðisvottorði. Mér finnst það gott mál. Jón sagði slík skilyrði sett til að vernda Íslendinga sem þegar búa í landinu. Hann tók ekki fram af hvaða bergi þeir Íslendingar væru brotnir og ég vil trúa því að við sem hér búum og höfum íslenskan ríkisborgararétt séum öll Íslendingar, sama hvort uppruninn sé frá Asíu, Austur-Evrópu, Vestur-Evrópu, Ameríku, Afríku o.s.frv. Mér finnst bara allt í lagi að þeir sem hingað vilja flytja framvísi sakavottorði, ekki það að ég haldi að hingað ætli að hópast erlendir krimmar í stórum stíl, heldur eigum við bara fullt í fangi með okkar eigin íslensku krimma. Mörg lönd krefjast þess að væntanlegir innflytjendur sýni þessi skjöl. Svei mér þá, og líka sammála Frjálslyndum... ég ætla samt að kjósa Vinstri græna, því þegar á heildina er litið þá eru þeir flokkurinn minn
Flokkur: Bloggar | 25.3.2007 | 21:06 (breytt kl. 21:06) | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.