Færsluflokkur: Bloggar

Ég mótmæli...

ryanbyrjum á léttari nótum... ég held ég vaxi aldrei uppúr unglingasápuóperum. Mánudagar eru sjónvarpsdagarnir mínir og nú er það OC. Ég gæti haldið langa tölu um áhrif unglingaþátta á menningu eða hvernig þeir endurspegla unglingaveröld hvers tíma og hvernig formúla þeirra hefur ekkert breyst síðan ég horfði á 90210 í gamla daga, en ég er ekki svo djúp... það er fallega fólkið, ég meina, Ryan var ekkert smá flottur í kvöld, omg. Ég bíð alltaf eftir mínu"ameríska" mómenti. Hangi yfir grænmetinu í Bónus þar ég verð blá í framan og bíð eftir að stæltur dökkhærður maður líti djúpt í augu mér, við finnum þessi einstöku tengsl og leiðumst saman út í sólarlagið;)

Og þá að mótmælunum. Ég er alveg grútfúl yfir því að Krónan mín sé hætt. Í staðinn er komið eitthvað Kjarval sem er helmingi dýrari verslun, ergo ég er ekki sátt. Ég hef s.s. ákveðið að versla ekki í Kjarval og skv. samsæriskenningu minni þá er eina ástæðan fyrir breytingunni sú að gamla fólkið í hverfinu mun versla í þessari verslun, hvort sem hún heitir Krónan eða Kjarval og hvernig sem verðið er. Óþolandi, bara einn daginn er Special K pakkinn kominn yfir 500 kall. Eins gott að tvær Bónusverslanir eru í næsta nágrenni.

Næstu mótmæli... kennarar ætla að mótmæla á morgun fyrir framan stjórnarráðið. Alveg ótrúlegt hvað er erfitt að fá mannsæmandi laun. Ég er búin að vera kennari í 11 ár og endalaust er þetta basl með launin og kjarabaráttununa. Ef þetta væri ekki svona rosalega gaman væri ég löngu hætt, þetta á bara svo vel við mig, líf og fjör allan daginn.

Og að lokum... hvað er þetta með algebruna. Jafnvel þrælfullorðið og vel þenkjandi fólk á það til að segja að það skilji bara ekki algebru. Ég held að það sé kominn tími á að finna nýtt nafn á bókstafareikninginn.  það er eins og einföldustu dæmi verði gjörsamlega óyfirstíganleg bara af því að grein stærðfræðinnar sem það tilheyrir heitir algebra. Ég meina, kom on... hver er munurinn á önd sem kann algebru og önd sem ekki kann algebru??? Jú, sem sem ekki kann algebru segir: bra, bra en sú sem kann algebru segir: algebra, algebra;) Þessi er hilarious;)


Lærdómur í öðru...

 ...Mikið vildi ég að það væri öðruvísi lærdómur svona einstaka sinnum. Ég gæti alveg verið fínn lærdómari, ég hef ágætisþekkingu á vöðvum, bæði manna og dýra (sérstaklega eftir að ég vann í kjötborðinu í Hagkaup 89). Ég væri t.d. vel hæf til að kveða upp lærdóma á fitness-sýningum... en nóg um það. Dagurinn í dag var lærdómsmaraþon. Ég hóf daginn hjá henni yndislegu Siggu frænku minni. Ég kom heim um eitt og byrjaði að læra, nú hálfum sólarhring síðar bíð ég eftir að baðið mitt fyllist svo ég geti skolað af mér áður en ég fer að sofa. Manni hættir nefnilega dáldið til að rykfalla þegar maður situr kyrr svona lengi.

Annars var ég það heppin að hafa þjáningarsystur með mér því Begga sat með mér frá 2 til 11. Við erum fyrir löngu búnar að komast að því að svona heilaþjálfun brennir heilmiklu og um kvöldmatarleytið vorum við orðnar glorsoltnar. Begga hefur enga trú á kokkahæfileikum mínum svo hún pantaði sveitta borgara handa okkur frá Food Taxi. Þegar maturinn kom hringdi sendillinn í símann (ekki bjöllinni eins og venja er) hann kynnti sig frá Food Taxi og Begga sagði Æ nó... og þá svaraði sendillinn, I´m just outside;) Reyndar fengum við smá sjokk að sjá sendilsgreyið. Búningurinn ÓMG hvað er þetta eiginlega, nokkuð ljóst er að ekki á að keyra á þá og helst ekki að horfa á þá því annars fær maður hreinlega ofbirtu í augun af skærgulum gallanum sem er eins og slökkviliðsbúningur í sniðinu (já, en samt alveg laus við að vera sexy).

Annars erum við beibin, ég og Begga á góðri leið með að fá heiðursmerki í nördaklúbbnum... þegar maður hlær sig máttlausan yfir því... ég ætla að seiva just to be on the save side... ha, ha, ha eða on each side of the bump, (orðabókin þýddi ójöfnu sem bump), ótrúlega fyndið...not.

Jr. er óðum að verða fastagestur í hinum íbúðunum, tekur heimsóknarrúnt og fer þá í heimsókn til allra sem eru heima, hvers á fætur öðrum. Alveg búin að koma sér upp kerfi, hvar hún fær ís, hvar hún fær að leika við gæludýr, hver les fyrir hana o.s.frv. Sumir myndu nú segja... hún á ekki langt að sækja það;)


Prófaferðir- og yfirferðir

Jæja ég hef nú alltaf gott af því að líta aðeins upp úr bókunum. Ég fór í munnlegt próf í leikjafræði í dag og komst að því að það borgar sig að vera góður við kennarann þegar svoleiðis próf eru vændum (eða réttara sagt ekki taka kennarann of mikið á tauginni í námskeiðum sem enda á munnlegu prófi).Ég fékk tvö þrælerfið vandamál til úrlausnar en tókst að klóra mig nokkuð vel fram úr því held ég.

Svo er ég á hinum endanum núna... sit sveitt á föstudagskvöldi að fara yfir próf. Það er fátt sem getur gert mig jafnundrandi og grama eins og að fara yfir próf. Ég skil bara ekki hvernig hægt að sitja undir fyrirlestrum, sitja og vinna í einhverju efni og kunna svo bara ekki neitt og þá er ég að tala um ekki neitt. Nemendur, nemendur, nemendur.... svo ég vitni aðeins í Murphy´s laws on theaching:

  • A subject interesting to the teacher will bore students.
  • Students who are doing better are credited with working harder. If children start to do poorly, the teacher will be blamed.
  • New students come from schools that do not teach anything.
  • Good students move away.
  • On a test day, at least 15% of the class will be absent
  • Murphy's Law ill go into effect at the beginning of an evaluation. (kemur vel á vondan, ég á að skila einkunnum í síðasta lagi á hád. á mán. og hugsaði sem svo að þetta væri ekkert mál, ég hendi þessu bara upp í mentor um helgina... talaði við Soffíu samkennara minn í kvöld... það er ekki hægt að gera þetta í mentor, verður að gera það í tölvunum í skólanum...döh...).
  • Og fyrst ég er nú byrjuð þá læt ég hér fljóta með nokkra úr flokknum Murphy´s law og love... ég ætlaði að létta lund nemenda minna síðustu 10 mín. af tvöföldum stærðfræðitíma og las fyrir þá nokkur af lögunum (fékk reyndar nett samviskubit yfir þeim sem innihalda orðið "sex" en hugsaði sem svo annað eins sjá þeir nú í sjónvarpinu). Ég sem sagt las þetta fyrir nemendur í 10.bekk, veltist um af hlátri inn í mér en eitt og eitt fliss læddist út... nema hvað... þessi ótrúlega kynslóð... þeim stökk ekki bros. Sumir nenntu ekki að hlusta og héldu áfram að læra. Hvað er málið, hafa þau engan húmor?? Skilja þau ekki ensku?? Hef ég svona lélegan hú... nei það er náttúrulega ekki sjéns... en dæmið þið...

    Murphys laws on love (nokkur dæmi, nem. fengu þau reyndar ekki öll)

  • All the good ones are taken.
  • Money can't buy love, but it sure gets you a great bargaining position.
  • Availability is a function of time. The minute you get interested is the minute they find someone else.
  • Sex is like snow; you never know how many inches you are going to get or how long it is going to last.
  • If you get them by the balls, their hearts and minds will follow.
  • Virginity can be cured.
  • When a man's wife learns to understand him, she usually stops listening to him.
  • Sex is hereditary. If your parents never had it, chances are you won't either.
  • Sow your wild oats on Saturday night -- Then on Sunday pray for crop failure.
  • Sex discriminates against the shy and the ugly.
  • Before you find your handsome prince, you've got to kiss a lot of frogs.
  • There may be some things better than sex, and some things worse than sex. But there is nothing exactly like it.
  • Love your neighbor, but don't get caught.
  • You cannot produce a baby in one month by impregnating nine women.
  • Abstain from wine, women, and song; mostly song.
  • What matters is not the length of the wand, but the magic in the stick.
  • It is better to be looked over than overlooked
  • og nóg um það í bili.

    En stórtíðindi... ég lagði ferð mína upp í efri byggðir í dag. Það var auðvitað kennaraköllunin sem rak mig út úr "my safty zone" og alla leið upp í grafarholt. Ég ætlaði nú aldrei að komast þangað á háannatíma og loksins þegar ég komst inni hverfið varð ég eins og versta sveitakona og stórhættuleg í umferðinni þar sem ég hægði á mér (ododo... engan dónaskap... auðvitað hægði ég á bílnum) við hver gatnamót til að lesa á götuskiltin. Ég rambaði á lokum á rétt hús og komst að því að þessi nýju hús eru nokkuð smart. Þar sem ég sit nú við tölvuna heima er nokkuð ljóst að ég komst heim aftur en ég verð alveg að játa það að ég er ekki að fara að flytja upp í óbyggðir alveg á næstunni þó að húsin þar séu smart.

    Best að halda áfram með algebruna...

    Bagga Proffi.

     


Snillingsfræið mitt;)

Litla snillingPicture 301sfræið mitt er óðum að komast að leyndardómum tungumálsins. Hún náttúrulega fikrar sig áfram og gerir á leiðinni ótrúlegar fyndnar og skemmtilegar vitleysur. Við lentum í smástappi með háttatímann í kvöld. Hana langaði að horfa á Mjallhvíti en ég eins og ábyrgri móður sæmir á skólakvöldi sagði að nú yrði hún að fara að sofa. Hún þrætti, beitti fortölum, lagðist í gólfið en ekkert gekk. Svo stóð hún upp, setti í brýrnar, krosslagði hendur og sagði "Mamma, þú ert virkilega óvingjörn!!". Með það fór hún inn í rúm. Ég sá aumur á henni fór á eftir henni og ætlaði að bæta henni upp óvingjörn-heitin og lesa Mjallhvíti í staðinn. Hún var nokkuð sátt, en þegar ég var búin að lesa kyssti hún mig fyrir og sagði svo "Mig langar svo að horfa á Mjallhvíti, viltu kenna í brjóstin";)

PS: Ég ætti nú kannski ekki að segja mikið eftir að ég skrifaði hér að neðan að snúa sig úr hálsmálinu í staðinn fyrir hálsliðnum;)


innskot...

Smá pæling... ég er að skoða flotta bíla á netinu og þá er ég að tala um FLOTTA bíla. Ég skil samt ekki, hafa bara karlmenn áhuga á bílum? Hvernig stendur á því að með bílum og bílaauglýsingum fylgir hálf eða alnakin dama?? Er meiningin að karlmenn geti náð í þvílíka dömu sem sýnd er með bílnum aki þeir slíkum bíl eða... erum við stelpur í alvörunni svona auðveldar að ekki þarf nema flottan bíl og karlmenn svo einfaldir að þeir trúi því???

 Hætta þessu rugli og aftur í bókina.koenigseggccr 

P.S Fann líka þennan flotta bíl, engin dama svo ég get verið örugg um að ég fæ hann... enginn karlmaður lítur á hann 2svar þegar ekki fylgja brjóst og botn með;)


...og orðið var...

Jæja, þá er það taka tvö... Það er alveg með ólíkindum hvernig hugsanirnar fá á sig annan blæ þegar þær eru dregnar þvældar og velktar úr hugarfylgsnunum og settar á blað. Það er í rauninni ótrúlegt hvernig ég get rökrætt við sjálfa mig fram og tilbaka án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. En anyways...

Ég var heima í dag líka, alveg að verða vitlaus á þessari heimaveru, maður verður eitthvað svo myglaður og helmingi verra að ná úr sér myglunni heldur en veikindunum. Ég skellti mér samt í háskólann og reyndi aðeins á heilann. Sé reyndar fram á ofurharðsperrur þar sem stærðfræðigreining tekur virkilega á - Lipschichs continious.... com on... Það spannst reyndar önnur umræði allskemmtilegri í tímanum. Við vorum að  nota ójöfnumerkin (< og > fyrir ykkur sem ekki munið:) og við Begga töluðum um að merkið "híaði" á minni töluna. Heyrðist þá frá þeim rétttrúðu... nei nei það má ekki segja svoleiðis, hvernig haldiði að þeim litlu líði, litlu nemendunum, litlu kennurunum.... Þetta er krókódíll sem étur stóru töluna... ÉTUR stóru töluna... og hvernig líður okkur þá, þessum fullvöxnu... það er bannað að hía á þá sem eru litlir en í góðu lagi að borða þá sem eru stórir. Ég verð nú að segja það af tvennu illu vil ég frekar láta hía á mig en éta;)

Mér hefur verið nokkuð tíðhugsað til þess þessa dagana hve falskt öryggi það er sem maður telur sig búa við. Það var í blöðunum um daginn að dómur yfir barnaníðingi hefði verið mildaður (þegar dómararnir voru á forsíðu mbl. sem mér prívat og persónulega fannst í góðu lagi). Málið er nefnilega það að barnaníðingur þessi keypti húsið sem Linda mín besta vinkona frá barnæsku bjó í. Ég bjó þar á móti. Húsið sem ég bjó í var til sölu fyrir nokkrum misserum og fórum við Fanney systir að skoða. Guð, hvað mig langaði að kaupa húsið, ég reiknaði fram og tilbaka en ekkert gekk. Það var sama hvernig ég reyndi, ég bara hafði alls ekki efni á því að kaupa það. Ég var frekar svekkt og sár því mig langaði svo. Mikið er ég fegin í dag. Því ef ég hefði búið í húsinu með Snæfríði Fanneyju hefði granninn okkar, sem á tvær ungar dætur, verið barnaníðingur. Að öllum líkindum hefðu dætur okkar leikið sér saman og.... Rosalega var ég heppin að geta ekki keypt húsið.

Jæja ég verð að halda áfram að læra.... próf á morgun... stefni á tíuna;)

Rosalega væri gaman ef einhver kvittaði í gestabókina mína;)


Í upphafi var orðið...

 

Jæja og þá er komið að því, ómg.... ég að blogga;) það er ótrúlegt að ég skuli ætla að finna mér tíma til að skrifa eitthvað af viti hérna, en það er aldrei að vita. Ég gæti einnig notað þetta sem vettvang til að fræða vini og kunningja aðeins um æðri stærðfærði... djók;)

Ég ætti kannski að skýra tutorgirl fyrir þá sem ekki vita, náttúrulega stolið og stælt úr One tree hill (sem ég held mikið uppá) og vísar til þess að ég er endalaust að taka hina og þessa í aukatíma í stærðfræði og get alls ekki sagt nei við slíkri beiðni. Ég reyndar alveg til í að eiga Nathan líka sameiginlegan með Haily í OTH, en verð víst að láta starfið duga í bili.

Annars dreymir mig mest um að flytja þessa dagana. Vandamálið er bara að ég get ekki gert upp við mig hvort ég eigi að flytja aftur í 101 eða suður á bóginn í sólina. Uhm... kannist við vandamálið??

Við mæðgurnar erum búnar að vera veikar sitt á hvað síðustu daga og orðnar frekar leiðar hvor á annarri og hlökkum mikið til að komast út á meðal fólks (við flokkumst ekki undir það þessa stunduna) sem vonandi verður strax á morgun.

Ég ætla að gera mitt besta til að vera dugleg að skrifa og setja inn t.d. skemmtilega stærðfræðilinka o.s.frv. en endilega ef þið getið deilt einhverju sniðugu með mér látið mig vita.

Bless í bili (þá meina ég lokað, bundið bil skilgreint frá -óendanlegu til óendalegs sem varpast í [-1,1]

Bagga sæta;)

Ps. Einn í lokin...

Einu sinni voru tvö 0 á ferð í eyðimörkinni. Sólin skein og hvergi var vatnsdropa að fá. Grey 0-in voru aðframkomin og gátu varla drattast úr sporunum. Allt í einu skoppar glaðleg 8 framhjá þeim. 0-in snéru sig alveg úr hálsmálinu, litu hvort á annað, hristu hausinn og svo sagði annað, ég skil ekki hvernig þau fara að þessu... í þessum hita;)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband