Júbbilí...

Back in the blog worldSmile Jæja, þá er annasamasta tímabili ársins lokið (vonandi). Samræmdu lokið... á eftir að segja skoðun mína á þeim... ferðalagi 10. bekkinga lokið (gekk rosalega vel... yndislegustu unglingar landsins í Laugarnesinu;)... ég búin með skólann og ná í mastersgráðuna mína... púff ég verð bara þreytt á að telja þetta allt upp. Til að halda upp á þessa merku áfanga og þá staðreynd að ég á 15 ára stúdents afmæli (ótrúúúúlegt, þessi unga kona!!) skellti ég mér á stúdentafagnað Verslunarskólans. Til að byrja með hittust 15 og 20 ára árgangarnir í fordrykk í Golfskálanum í Grafarholti (sem mér tókst að finna, Jibbí), þar var allt dannað og fínt. Okkur vinkonunum datt í hug að "spice-a" drykkina til að fá smá stuð í liðið en ákváðum svo að innan um alla þessa lögmenn væri það ekki besta hugmyndin svo við skelltum okkur í bíltúr og skoðuðum eða leituðum uppi stöðuvötn á stór Reykjavíkursvæðinu. Þegar þau voru fundin lá leiðin í Gullhamra þar sem allir afmælisárgangarnir hittust. Það má með sanni segja að þar hafi verið saman kominn ótrúlegur fjöldi af fallegu og flottu fólki. Björgólfarnir áttu afmæli með okkur en þar sem þeir gátu ekki verið með okkur sendu þeir fólkinu og skólanum góðar kveðjur og buðu upp á fordrykk (helst til margir fordrykkir á einum degi:) Maturinn var fínn, dádýrasteikin sínu best. Mikið var sungið og litlu börnin sem nú eru í skólanum sýndu okkur atriði úr Nemendamótssýningunni sinni "sextán" og stóðu sig með stakri prýði. Skemmtilegast var náttúrulega að hitta gömlu bekkjarfélagana, fá fréttir og hlæja saman aftur.

P.s. Boston legal... tær snilld;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband