Menningarverðmæti

Ég fór á rúntinn eftir bíó á miðvikudagskvöldið. Andrúmsloftið í miðbænum var magnað. Hálfgert mistur var yfir bænum, gula lögguteipið í Lækjargötu og á ofanverðum Laugaveginum, löggur um allt. Það hefði ekki komið mér á óvart að sjá fólk bera vörur út úr verslununum, þannig var stemningin rafmögnuð.

husÍ kjölfar brunans hefur umræðan spunnist um uppbyggingu svæðisins sem brann. Margir vilja að Austurstræti 22 verði byggt aftur í upprunalegri mynd enda ómetanlegt menningarverðmæti. Þarna bjó jú Jörundur Hundadagakonungur, þannig að húsið hefur mikilvægan sess í sögu Íslendinga. Mér finnst svo undarlegt hvernig við Íslendingar komum fram við þessi menningarverðmæti okkar. Mér finnst ekki við hæfi að sögufræg hús séu notuð undir öldurhúsastarfsemi. Þannig hefur það nú samt oft verið. DUUS-hús og Fógetinn voru skemmtistaðir. Þau hús hafa nú verið gerð upp og eru miðbænum til sóma. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Verði Austurstræti 22 byggt aftur í upprunalegri mynd, gæti verið hægt að hafa þar safn og jafnvel kaffihús á daginn. Það er alveg kominn tími á að ákveðið verði hvernig miðbær Reykjavíkur á að vera, hvaða þjónusta þar á að vera o.s.frv. Mér finnst komið að því að Reykjavík verði eins og svo margar aðrar borgir og bæir.  Í miðbænum verða kaffihús og krár, kannski opnar til eitt og svo næturklúbbar og dansstaðir í úthverfunum. Á þann hátt gengur betur að vernda bæinn auk þess sem mesta næturstarfsemin yrði flutt úr íbúðarhverfi, sem miðbærinn svo sannarlega er. Á þann hátt gætum við gert elsta hluta Reykjavíkur að þeim menningarstað sem hann á sögulegan hátt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband