Það sem má og ekki má gantast með...

Það er svo misjafnt hvað fer fyrir brjóstið á fólki. Stundum er það menningarbundið, stundum er það persónubundið. Ég sá nokkra þætti af "Fyndnasti maður Íslands" og þar virtist það vera sem að kynlíf og samskipti kynjanna á því sviði væri það heitasta til að gantast með í dag. Eins og reyndar hefur verið um áraraðir. Það er ótrúlegt hvað hægt er að hlæja og grínast með þetta háalvarlega málefni, sérstaklega þar sem enginn sem tekur þátt í því vill vera fyndinn, og þaðan af síður hlægilegur meðan á sjálfri athöfninni stendur. 
Það er alveg hárfín lína sem þarf að feta til að grínið verði ekki dónaskapur. Ég held líka að spilað sé með þá tilhneygingu margra að hlæja þegar þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Svipað var uppi á teningnum með Borat... hann fetaði þessa fínu línu í ádeilu sinni. Ég held t.d. að enginn muni nokkurn tímann gleyma atriðinu með allsberu köllunum í slagsmálunum, aha bossaatriðið.
Grín er hægt að nota til að vekja tala um eða vekja máls á viðkvæmum eða vandræðalegum málefnum. Er þá stundum talað undir rós... t.d. þegar Rósa frænka er í heimsókn, eða alls konar djók um rækjur og viagra.

Líka má nota grín til að ná athygli. Margir urðu slegnir yfir fréttinni um árásina á manninn í hjólastólnum. Kom on.. eru örykjar ekki alltaf talandi um jafnrétti... má þá ekki lemja þá eins og aðra... puh... ég er bara ánægð með glæpa- og ofbeldismenn sem stíga skrefið til fulls og mismuna ekki manneskjum eftir líkamlegu atgervi. Djók.. en það er alveg með ólíkindum hvað maður nær góðri athygli með yfirlýsingum eins og þessari... öll kennarastofan bara steinþagnar... Gæta þess einungis að segja Djók á eftir.

p.s. auðvitað er ég yfir mig hneyksluð á framferði þess sem lamdi manninn í hjólastólnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef heyrt fleiri en einn af þessum gamalreyndu atvinnugrínurum segja frá því að þegar þeir voru að stíga sín fyrstu spor í uppistandinu þá fundu þeir fljótt út að "neðanbeltishúmor" framkallaði mestan hlátur.  Þeir hafa jafnframt nefnt að þegar einungis konur eru áheyrendur þá virki best að brandararnir séu aðeins grófari en þegar bæði kynin eru viðstödd.

  Ég er ekki í neinu gríni.  En ég hef kennt skrautskrift í meira en aldarfjórðung.  Blaðra stöðugt langt út fyrir námsefnið.  Ef ég les eða heyri fyndinn brandara þá deili ég honum með nemendunum.  Ég hef merkt það að tvíræðu brandararnir vekja mesta kátínu.  Um ástæðu þess veit ég ekki.     

Jens Guð, 17.4.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband