Á að lækka verð á áfengi...

... já endilega, það er ekkert á Íslandi sem jafnmikil þörf er á að lækka verð á eins og áfengi... Hvaða rugl er þetta. Var samfylkingin virkilega í 12 ár í stjórnarandstöðu og notar nú tækifærið loksins til að styðja Sjálfstæðisflokkinn í þessu rugli. Ég sá í Kastljósinu í fyrrakvöld þegar Ágúst Ólafur samfylkingunni og áfengisráðgjafi að nafni Hörður voru að ræða þessi mál.

Ágúst Ólafur lagði mikla áherslu á að við ættum að fylgja öðrum Evrópuríkjum í málefnum sem snerta sölu á áfengi. Eigum við ekki frekar að fylgja þeim í verði á matvöru?? Mér þætti það nú gáfulegra. Ágúst Ólafur benti einnig á þann fjölda Íslendinga sem farið hefur í meðferð og væri það hlutfall þjóðarinnar meira en annars staðar. Gæti það ekki verið vegna þess að meðferð er ókeypis á Íslandi og tiltölulega auðvelt að komast í hana. Ég er alveg viss um að þeim fækkar sem fara í meðferð þegar verð á áfengi lækkar og auðveldara verður að nálgast það...not...

Ég skil þetta ekki alveg. Mér finnst margt frekar þarfnast lækkunar í íslensku þjóðfélagi heldur en áfengi. Áfengi er munaðarvara, ekki nauðsynjavara. Matvæli, lyf, barnavörur... væri ekki nær að lækka verð á þessum vöruflokkum. Þeir eru einnig ódýrari í löndunum í kringum okkur.

Ágúst Ólafur talaði um að auka þyrfti forvarnir. Það er alveg sama hversu miklar forvarnir eru, það er auðveldara að passa að barnið detti ekki ofan í brunninn ef hann er lokaður. Ef fara á að selja áfengi í matvöruverslunum skil ég ekki hvernig á að koma í veg fyrir að unglingarnir sem vinna það selji öðrum unglingum áfengi eins og þeir gera með sígaretturnar í dag. Og því ódýrara sem það er því auðveldara er að eiga fyrir því.

Ég man nú eftir því í gamla daga þegar maður var að fara í fyrsta sinn til Spánar og sá heilu og hálfu gangana í matvöruverslunum fulla af áfengi, mjög ódýru áfengi. Þá var ekki verið að kaupa eina og eina rauðvínsflösku til að njóta með kvöldmatnum... nei.

Ég skil ekki alveg hvað málið er. Hvað er að því að þurfa aðeins að hugsa fram í tímann. Áfengisverslanir eru út um allan bæ og mikið búið að rýmka afgreiðslutíma þeirra, þannig að ekki er erfitt að verða sér úti um flösku þegar þarf. Ágúst Ólafur minntist líka á verslanirnar sem selja vörur til áfengisgerðar eins og þær væru af hinu slæma. Ef fólk langar að búa sjálft til vínið sitt er það þá ekki í lagi. Sumir vefja líka sígaretturnar sínar.

og fyrst ég er byrjuð að tala um sígarettur þá veit ég um eitt sem mér þætti vænt um að lækkaði frekar en áfengið... Nicotintyggjó... það er jafndýrt að tyggja og að reykja... ekki það að ávinningurinn sé nægur við að hætta að reykja þegar litið er heilsunnar og hreinna umhverfis. En miðað við hve mikið það á að spara ríkinu að reykja ekki mætti alveg greiða aðeins niður nicotínvörurnar, alla vega frekar en áfengið.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sorrý mín kæra, nú er ég algerlega ósammála þér. Ég get jafnvel hugsað mér að kjósa Samfylkinguna eftir að hafa heyrt þetta.  Skýr strákur þessi Ágúst Ólafur.  Pabbi hans kenni mér og var alveg frábær kennari og talaði fyrir margs konar frelsi.  Loksins einhver sem minnist á að lækka áfengisverð.  Það er afar óeðlilegt að rauðvínsflaska kosti 1800 kr. hér á landi en 250 kr. í Frakklandi.  Amk. léttvín ætti ekki að skattleggja svona.  Ég hef ekki efni á að nota rauðvín eða hvítvín í uppskriftunum mínum eins og hægt er að gera í öðrum siðuðum löndum.  Þar að auki er jafnvel mælt með að fólk drekki áfengi í hófi.  Það hefur verið sýnt fram á að hófleg léttvínsdrykkja dragi úr ýmsum hjartasjúkdómum.  Mín vegna má þetta vera í vínbúðum áfram en verðið er óeðlilegt.  Við erum ekki alveg tilbúin að fá þetta í matvörubúðirnar.  Ástæðan fyrir því að þetta er spennandi fyrir íslenska krakka á Spáni er að þetta er nýjung fyrir þeim (been there done that).  Venjulegum spænskum krökkum þætti þetta ekkert spennandi.  Þau læra þar að auki að umgangast vín á hóflegan hátt á heimilum sínum ólíkt því sem viðgengst hér. 

ps. takk fyrir síðast.

erla (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband