Þessi þrjú orð eiga vel við þegar farið er í gegnum eigur sínar. Ég hef alltaf verið svona "geyma"týpa og á þ.a.l. allt. Það mætti helst halda að ég hefði einhvern tímann búið við skort, svo illa er mér við að láta nokkurn hlut frá mér. Ég safna alls konar plastdöllum, t.d. undan ís, og öllum teygjum, bréfaklemmum, blöðum o.s.frv. sem ég kemst í. Nokkuð ljóst má vera þar sem ég geymi svona "einskisnýta" hluti í þeirri fullvissu að ég muni þarfnast þeirra einn daginn, að ég geymi allt sem einhvern tímann hefur verið verðmætt eða haft tilfinningalegt gildi.
Á sl. 7 árum hef ég flutt þrisvar sinnum. Í geymslunni hjá mér eru enn kassar sem merktir eru "Björg-geymsla" frá því ég flutti í fyrsta sinn 19 ára gömul. Nú er ég að fara að flytja eina ferðina enn. Ég ákvað af því tilefni að taka til í geymslunni minni og sleppa allri tilfinningasemi. Ég fór í gegnum barnafötin (reyndar þriðja umferð), það var erfitt, hélt eftir uppáhaldsfötum, og tókst að koma þeim úr 4 ferðatöskum í eina. Ég fékk alveg tár í augun þegar ég fór í gegnum litlu skóna hennar dóttur minnar, hélt eftir þeim fyrstu, bleikum leðurskóm nr. 16, fór svo með möntru... "mér þykir alveg jafnvænt um dóttur mína þó ég gefi...." nike skó nr. 18, minnstu stígvél sem hægt var að kaupa á Íslandi...
Svo var komið að skóladótinu. Ég átti í möppum hvert einasta blað sem ég hef skrifað og fengið frá því ég var í grunnskóla. Það var undarleg tilfinning að standa fyrir ofan gáminn "sem étur" og horfa á eftir Hvassóárunum, Verslóárunum, Kennóárunum, HR-árunum, renna ofan í kjaftinn á ruslaskrímslinu. Ég verð nú að viðurkenna að ég hélt eftir nokkrum vel völdum ritgerðum til minningar um skólaárin, það er alveg nóg.
Það er alveg ótrúlega góð tilfinning að fara svona i gegnum dótið sitt. Halda því eftir sem vert er að halda og losa sig við sitt. Bæði er góð tilfinning að vita að einhverjir aðrir geti nú kannski notið fatanna og dótsins sem ég nota ekki lengur, og líka það t.d. að komast að því að það er gluggi á geymslunni og sjá hvernig gólfið er á litinn. Ég verð líka í hreinskilni að viðurkenna að ég legg víst nóg á ættingja og vini með að flytja dótið úr íbúðinni minni þó að ekki bætist við 30 kassar úr geymslunni og hellingur af hálfónýtum húsgögnum.
Nýja mottóið mitt er... gefa, henda, geyma... smá;)
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég gleymi því aldrei þegar þú fluttir af Hverfisgötunni og flutningabílstjórinn spurði hvort það ætti virkilega ein manneskja allt þetta dót. Þá svaraði einhver, nei, það er ein manneskja og einn köttur.
Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 13:35
Já það verður að segjast eins og er... það var ótrúleeeegt dót sem fylgdi þessum ketti;)
Björg Jóhannsdóttir, 3.8.2007 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.