Home sweet home...

jæja, þá er ég komin heim og nokkuð síðan. Ég hef ekki fundið "andann" koma yfir mig til að skrifa neitt af viti síðan ég kom heim. Ég er ekki ein af þeim sem finnst gaman að koma heim. Þegar við vorum að lenda aðfararnótt mánudagsins 2. júlí var grátt yfir og fannst mér mjög ljóðrænt að renna inn í gráan hversdagsleikann að nýju. Ég verð pínu sorgmædd að koma heim, finnst leiðinlegt að eitthvað sem ég hef hlakkað mikið til sé búið. Reyndar var ferðin mjög fín og áttum við mæðgur skemmtilegan tíma á Lanzarote í góðra vina hópi. Bæði hittum við gamla vini og eignuðumst slatta af nýjum.

Ekki það að við taki rólegheit og afslappelsi þegar heim er komið. Ég afrekaði það að kaupa og selja íbúð meðan ég var í útlöndum (reyndar með dyggri aðstoð Fanneyjar systur;) svo nú er ég á fullu að pakka. Flyt í Hafnarfjörð um miðjan ágúst. Bara allt að gerast... Flytja, skipta um vinnu... Einhver sagði einhvern tímann að góðir hlutir gerðust hægt. Ég vona að andstæðan eigi ekki við, þ.e. að þeir hlutir sem gerast hratt séu ekki góðir. Reyndar á það við um flest í mínu lífi, það gerist mjög hratt;) Ég hlakka mikið til að flytja. Fæ alveg geggjað útsýni. Allt annað en hryllingsveggurinn hér fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér. Á nýja staðnum mun ég njóta morgunskaffisins og horfa yfir Garðabæ, Kópavog og Reykjavík. Þegar ég er í sólbaði horfi ég yfir Hafnarfjörðinn. Ekki slæmt! Svo er ég líka rosalega ánægð með þjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Dóttir mín strax komin með pláss á leikskóla og getur farið í Karateskóla án þess að ég þurfi að greiða krónu. Frábært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband