...hef ég heyrt. Mikið er ég nú fegin að það hrjáir mig ekki ofan á allt annað. Undanfarið hef ég verið í svolítilli naflaskoðun (kannski pre-midlife crises;) og komst m.a. að því að ég er haldin söfnunaráráttu. Ekki er nóg með það að ég sé haldin meðvitaðri söfnunaráráttu, sem ég kýs að kalla að hafa gaman að af því að safna, heldur virðist ég gera það ómeðvitað líka. Þetta byrjaði svo sem allt ósköp sakleysislega. Ég byrjaði að safna frímerkjum, glansmyndum, sérvéttum og slíku dóti sem stelpur safna oft, en ég óx ekki upp úr því. Ég fór að safna bollastellum, það tók frekar mikið pláss, svo ég fór að safna stökum bollum og kisustyttum og swarowski kristal og antík munum og þjóðbúningadúkkum og fingurbjörgum og skjaldbökum og ýmsu smádóti í smáhlutahillur (sem ég á orðið 3 af í dag), tók eitt stutt englatímabil. Já, þetta eru meðvituðu söfnin mín sem ég vanda vel til og vel hvern hlut af kostgæfni í. Reyndar nýbyrjuð í smá hafmeyjuþema...
Jæja eitt af því sem naflaskoðunin leiddi í ljós var að það er allt of mikið af dóti í kringum mig. Ég á t.d. óheyrilegt safn af kiljum, bæði innlendum og erlendum og uppskriftir í tonnavís, margra ára safn af Gestgjafa sem hefur samviskusamlega verið raðað ólesnum í gáma. Allt sem ég hef nokkurn tímann skrifað geymi ég, þó svo að öll verkefni síðustu ára séu til á tölvutæku. Í eldhúsið kemst ekki meira af áhöldum, því þegar ég kaupi eða fæ nýtt hendi ég aldrei neinu, jafnvel þó að það sé til mín komið frá fyrstu búskaparárum móður minnar og eigi frekar heima á safni en í eldhúsi 21. aldarinnar. Og fötin mar... ég á föt síðan ég var unglingur, tískan fer í hringi en ég er dulítið bjartsýn með að ég komist nokkurn tímann í þetta aftur, en það gæti verið að Fanney vilji þetta... eða hvað... svo ég tali ekki um fylgihlutasafnið... töskur, belti, skór, bling, ég á tísku síðastliðinna 20 ára.
Ég hef ættingja mína grunaða um að hringja í mig þegar þeir nenna ekki í Sorpu, miklu styttra og betra að fara bara með dótið til Bjargar. Ég fæ nefnilega sting fyrir hjartað... "hvað segirðu... gömul kista, vegalaus... jú, jú komdu bara með hana til mín". Þannig er nú komið að heimili mitt líkist helst munaðarleysingjahæli úrsérgenginna hluta og ég hef ekki pláss fyrir nokkurn skapaðan hlut. Tvennt er í stöðunni... Kaupa stærri íbúð svo hver hlutur fái sinn lögskipaða fermetrafjöld eða... grisja. Þar sem ég er í námi er fyrri kosturinn ekki fyrir hendi svo ég verð að grisja. Ég hóf verkið í dag og fyllti 2 svarta ruslapoka af uppskriftum og gömlu skóladóti, sem ég væri búin að henda ef ég gæti lyft pokunum.
Naflaskoðunin leiddi nefnilega annað mikilvægt í ljós, sem ég reyndar hef vitað lengi og hummað fram af mér... Mig langar aftur í bæinn. Það er ekkert flókið. Ég er Miðbæjarrotta með stóru M-i. Ég fór meira að segja að skoða íbúð á Klapparstígnum í dag. Komst að því að fasteignasalar hafa ekkert breyst með það að fegra hlutina og láta þá lesast miklu betur en þeir líta út. Málið er bara og ástæða þess að ég lét dótið vaða í pokana að íbúðir á draumasvæðinu eru miklu dýrari og ég verð að fara í minni íbúð ætli ég aftur í bæinn. Svo nú er það bara henda henda henda.
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ pæ
Ég sætti mig ekki við það að þú flytjir í miðbæinn. Veistu hvað ég er lengi að hjóla þangað? Eða hvað, kannski er það bara fínt því þá get ég sofið heima hjá þér eftir djammið, já ok, þá er það samþykkt en bara ef þú hefur aukaherbergi fyrir mig.
Kveðja Linda pinda pæ
Linda Björk (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.