Ég spái stundum í það hvernig lífið væri ef ekki væri til áfengi og hvaða áhrif það hefði á mitt líf. Góðu áhrifin væru kannski þau að næturhringingum um helgar fækkaði, minna yrði frussað á mig og í eyra mér þegar ég hætti mér út á skemmtistaðina, auk þess sem bruna- og áfengisblettum fækkaði í fötum mínum. Ég er samt hrædd um að ýmis konar ástar- og væntumþykjujátningum fækkaði sem og að ég vissi ekki leyndarmál jafnmargra (sem reyndar er kostur þó mér þyki gaman að vita hverjum vinkonur mínar lentu...:) Jákvæðu áhrifin væru m.a. þau að ég gæti farið í morgungöngu með dóttur minni í miðbænum og gefið öndunum á tjörninni án þess að hnjóta um flöskur og eiga það á hættu að lenda í hlandpolli. Það er svo margt sem mannskepnan gerir undir áhrifum áfengis sem ekki hvarflaði að henni án þeirra. Ég er viss um að lífið yrði aðeins auðveldara ef vínsins nyti ekki við.
Annað sem mér finnst undarlegt við vínmenningu landans er það að einhvern veginn virðist það vera þannig sem allir þurfi að drekka og byrja einhvern tímann á því. Það þykir undarlegt ef einhver drekkur ekki. Það er eins og það sé hluti af þroskaferlinu (sem í sjálfu sér er fáranlegt því drykkja hægir á þroska) og sjálfsagt að drekka. Krakkar fermast og taka þá ákvörðun um það hvort þau ætli að taka þátt í þjóðkirkjunni. Þau fá langan og góðan undirbúning og velja svo (reyndar helst til ung, en anyways...) Ekkert slíkt er með drykkjuna. Væri ekki ráð að krakkar fengju fræðslu um hvað það felur í sér að drekka, hverjir eru kostirnir og gallarnir, í rauninni hvað þú ert að fara út í þegar þú byrjar að drekka. Ég veit ekki hversu oft nemendur mínir hafa spurt mig "Hvað varst þú gömul þegar þú byrjaðir að drekka?" Það hvarlar ekki að einum einasta að ég hafi aldrei drukkið. Það þykir bara jafn sjálfsagt og að taka bílpróf. Það er eins og að á ákveðnum tímapunkti í lífinu sé það nauðsynlegt að byrja að drekka. Kannski er þetta ekkert sér íslenskt fyrirbrygði en engu að síður finnst mér vel þess virði að spá í það. Það er ekkert lögmál að byrja að drekka. Allir þeir sem þekkja áfengisvandmál af eigin raun, sama hvort það er persónulegt eða einhver nákominn, vita að það er tekin heilmikil áhætta með því að kjósa að drekka. Það er náttúrulega bara hægt að ypta öxlum og segja að það séu bara alkarnir sem koma óorði á áfengið og skála svo. Áhrifin eru bara svo víðtæk, fyrir hvern áfengissjúkling eru kannski 10 manns nákomnir honum sem sjúkdómurinn hefur áhrif á, ef ekki fleiri. Margföldunaráhrifin eru gífurleg svo að skaðsemi áfengis kemur víða við, ekki bara hjá þeim sem neytir heldur mörgum saklausum líka.
Ölæði þolanda og geranda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 20.4.2007 | 23:54 (breytt 21.4.2007 kl. 00:05) | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfengið er enginn gleðigjafi,það veit maður eftir að hafa hætt.Reykingar eru meira en banvænar þær eru ógeðslegar og sóðalegar.Þegar ég hætti að reykja án nokkurs undirbúnings vann ég einn stærsta sigur lífs míns.Ég held að reykingar séu fyrst og síðast mjög sterkur og staðbundinn ávani, frekar en nicotínfíkn.Ég hætti stundum með þeim hætti að fara í langar útilegur án tóbaks.Þá langaði mig ekkert að reykja,þar sem ég gat ekki náð í það.
Kristján Pétursson, 21.4.2007 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.