Nú fer óðum að styttast í samræmdu prófin, þessi árvissi viðburður þar sem unglingar í 10. bekk leggja allan sinn grunnskólalærdóm undir og treysta svo á guð og lukkuna (eða ótal aukatíma í apríl hafi letin verið við lýði í vetur). Samræmda svipan hefur óspart verið munduð í vetur og mestallur tími skólans fer í að þjálfa nemendur sem best undir þetta blessaða próf. Nú er það þannig að unglingum eins og öðru fólki gengur misvel að taka próf, ýmislegt getur legið þar að baki. Einhvern veginn hefur þróunin verið sú að samræmdu prófin eru álitin einhvers konar gáfna- og velferðarmælikvarði. Foreldrar og börn eru með hjartað í buxunum og allt snýst um að ná. Lífinu lýkur ekki þó að einhver falli á samræmdu prófunum. Margir skólar bjóða fornámsbraut, þegar henni er lokið er hægt að skipta um skóla sé vilji nemenda að fara í annan skóla. Það eru ekki allir eins, sumir hafa prófkvíða, aðrir eru "late bloomers", sumir fá kæruleysiskast á versta tíma... ýmislegt getur legið að baki, það er samt ekki sagt að þessu fólki muni ekki vegna vel í lífinu. Hver man eftir 10 ár hvort einhver fór fyrst á fornámsbraut eða ekki. Hvaða máli skiptir það, eða hvort maður fékk 6 eða 8 á samræmda í dönsku, þegar einhver er orðinn tæknifræðingur eða verkfræðingur, aðstoðarmaður tannlæknis, frægur söngvari eða hvað það er sem hugurinn stendur til hvort viðkomandi féll í samfélagsfræði í fyrstu umferð.
Mín skoðun er reyndar sú að samræmd próf eigi ekki að taka í grunnskólum. Mér finnst eðlilegra að framhaldskólarnir haldi sjálfir sín inntökupróf og geti þá haft prófin misjöfn eftir því á hvaða braut nemendur kjósa að fara. Óski þeir síðan að skipta um braut geta þeir þá tekið stöðupróf, og ef þeir standast ekki þá geta þeir tekið frumnám eða upprifjunarnámskeið eða eitthvað í þá áttina.
Grunnskólarnir geta þá frekar sérhæft sig á eldri stigum og boðið upp á brautir þar sem nemendur geta lagt áherslu á það sem hugurinn stendur til. Það er alveg óþarfi að móta alla í sama mót, eða eins og staðan er í dag að reyna að troða öllum í sama mótið. Það er hálf fáranlegt að vera endalaust að tala um hinar ýmsu tegundir greinda, vitna í Garner og vera svalur, og mæla svo alla eftir sömu mælistiku. Við eigum að fagna því að allir eru ekki eins og leyfa hverjum og einum að njóta sín og upplifa sigur.
Lífið stendur ekki og fellur með samræmdu.
Flokkur: Bloggar | 15.4.2007 | 22:15 (breytt kl. 22:18) | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.