Of gömul til að annast barn...

... Aldrei, það er mín skoðun. Ég lenti í ansi skemmtilegri umræðu í dag. Við sátum nokkrar konur saman, á aldrinum 30 -60  ára. Við vorum að ræða tæknifrjóvgun og ættleiðingar. Ein vinkona mín, rúmlega 50, segir hvað henni leiðist að hafa misst af lestinni þegar einhleypum konum var gert kleift að ættleiða börn og nokkrar konur fóru til Kína og ættleiddu litlar stúlkur. Ég sagði henni að hún hefði bara alls ekkert misst af lestinni, hún gæti alveg sótt um að ættleiða. Upphófst þá umræða um aldur mæðra... Sumum þeim eldri í hópnum fannst þetta ekki góð hugmynd. Alls ekki aðlaðandi að hugsa um ungling komin hátt á sjötugs aldurinn. Mér finnst það ekkert mál, í fyrsta lagi er það undantekning að erfitt sé að ala upp unglinga og í öðru lagi þá getur fólk lifað vel og lengi, sérstaklega þegar það hugsar vel um heilsuna. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að fólk um fimmtugt sem hefur komið sér vel fyrir og hefur góðan tíma geti ekki átt barn, sama hvort það er náttúruegu leiðina (það er nú reyndar auðveldara fyrir karla;) eða ættleitt. Ég er þeirrar skoðunar að þegar góðhjörtuð manneskja vill hugsa um aðra þá sé það af hinu góða. Ég ætla að halda áfram að hvetja hana vinkonu mína til að láta drauminn rætast og ættleiða. Það mun gleðja og bæta líf tveggja manneskna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband