Bíóferðin á Skjaldbökurnar var í flesta staði skemmtileg og ógleymanleg. Ógleymanleikinn kemur því miður ekki til vegna þess hve það var gaman heldur vegna hegðunar manns sem ég varð vitni að. Þetta var ungur maður í bíó með ungum syni sínum. Þeir mættu síðastir og því fékk einungis yngri drengurinn sæti, hinn sat í tröppunum. Þeir feðgar fengu sér popp og kók eins og siður er í bíóhúsum. Við mæðgur sátum fyrir aftan þá og því fór ekki fram hjá okkur þegar hinn eldri gaf frá sér hin mestu rophljóð, við misstum hins vegar alveg af því þegar hann sagði afsakið. Þegar gosglasið var tómt henti maðurinn því niður stigann. Sama gerði hann við glas sonar síns, popppokann sinn og popppoka sonarins, hálf fullan. Það kom að því að sonurinn spurði pabba sinn hvers vegna hann notaði ekki ruslatunnuna, þá svaraði pabbinn "Það er fólk sem þrífur þetta". Ég sat þarna fyrir aftan og átti í mestu vandræðum með að segja ekki neitt. Ég var hrædd um að dóttir mín færi hjá sér ef mamma hennar væri að skamma fullorðinn mann. Ég sé samt eftir því núna því að með því að segja ekki neitt var ég náttúrulega að samþykkja þessa fáránlegu hegðun mannsins.
Næsta mál á dagskrá... Húsasmiðjan... Eitt sinn ákvað ég að versla aldrei aftur við þá búð eftir að hafa fengið rangar upplýsingar sem kostuðu mig mikið vesen... ég var næstum búin að gleyma þessari ákvörðun minni því nú er Húsasmiðjan sambyggð Blómavali og fer ég stundum þangað. Á fimmtudagskvöldið skrapp ég þangað að kaupa páskaliljur fyrir hátíðina, ég ákvað að líta við í Húsasmiðjunni þar sem mig vantar flísar á nýja eldhúsið mitt. Ég fann líka þennan flotta náttúrustein og líka á tilboði (ég veit vel að ég þjáist af múskóveikinni;). Ég spurði drenginn sem var að vinna þarna hvernig staðan væri á lagernum, því ég kem þessu nú ekki í bílinn... og hann sagði "iss það er nóg til". Ég sá líka smart viftu og ákvað að koma á laugardaginn og versla, því það var jú nóg til. Ég mæti eldspræk á laugardaginn til að kaupa mér flísar og viftu. Ég hitti sama strákinn og ég ræddi við síðast, en nú er komið annað hljóð í strokkinn, engar flísar til, ekki heldur þessar brúnu... já og viftan, líka búin. Mér finnst þetta ferlega léleg þjónusta. Í fyrsta lagi er mér sagt að allt sé til og í góðu lagi að koma seinna, í öðru lagi, þegar ég kem aftur eru engar merkingar sem gefa það til kynna að þessar vörur sem ég hafði áhuga á séu uppseldar. Ekki var boðist til að athuga í öðrum búðum fyrr en ég bað um það og loksins þegar kom í ljós að viftan var til á suðurnesjum, vissi piltunginn ekki hvar á suðurnesjunum Húsasmiðjubúðin væri til húsa. Hann ætlaði nú að reyna að útskýra fyrir mér hvar suðurnesin væru... Mér finnst þetta ömurleg þjónusta eða engin þjónusta kannski frekar og ætla mér að muna að versla ekki í húsasmiðjunni.
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dí.... ég á ekki orð yfir hegðun mannsins í bíó! Ég varð vitni af einu atviki í gær, skrapp í ríkið mosó til að kaupa rauðvín, þar var ungur pabbi með ck. 5 ára son sinn.
Maðurinn: jæja, ætlaru að hjálpa pabba að velja bjór?? - já sagði barnið og hljóp að næstu bjór stæðu.. þá æpti pabbinn upp yfir sig þannig að ég hrökk í kút.."NEINEI EKKI TÚBORG MAÐUR, ERTU ALVEG VITLAUS!!! Barnið var vandræðalegt og lét bjórinn á sinn stað. Tek það fram að þessi ungi maður þekkti starfsmann í búðinni , hefur kannski haldið sig voðalega sniðugan en mikið ofboðslega fannst mér þetta ekki passa.
Léleg þjónustan í Húsasmiðjunni! Gleðilega páska
Ester Júlía, 8.4.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.