Ímynd kvenna í teiknimyndum... og karla...

tmntVið mæðgurnar fórum í bíó í dag eins og ótrúlega margir aðrir. Við vorum svo heppnar að ná í síðustu tvo miðana á TMNT í Laugarásbíói og fórum því ekki fýluferð eins og sumir. Ég var svolítið spennt að sjá hvernig tíminn hefði leikið þessa pizzuétandi vini mína og var því alveg jafnánægð með bíóferðina og litla mín sem var að sjá þá í fyrsta sinn. Skjaldbökurnar stóðu alveg fyrir sínu. Mér finnst reyndar gamla myndin meira sjarmerandi svona teiknimyndalega séð en þessi mynd var engu að síður fín þannig þó að mér fyndust slagsmálin helst til mikil í barnamynd, þó hún sé bönnuð innan 7 ára. Einnig fannst mér hálf fáranlegt að hafa auglýsingu þar sem bjór lék stórt hlutverk á undan myndinni en...
Í myndinni eru tvær kvenpersónur. Mikið hefur verið rætt um hve slæmt það sé hve grannar fyrirsætur eru og hve slæmar staðalímyndir unglingsstúlkur og börn fá þegar þau sjá þessar grindhoruðu stúlkur sí og æ. Einnig hefur Barbí greyið líka fengið að finna fyrir því... eins fáranlegur og vöxtur hennar þykir. Mér sýnast teiknimyndateiknararnir ekki vera neinir eftirbátar tískufrömuða og annarra hvað varðar það að sýna kvenlíkamann í undarlegum hlutföllum. Mittið er ótrúlega mjótt, stór brjóst og ofsalega grannir útlimir, nokkuð ljóst að þetta er teiknað af karlmanni... eða hvað?? tmntstelpaÉg tók líka eftir því að þeir menn í myndinni sem voru huglausir voru feitir.... kannski les ég bara allt of mikið í þetta allt saman. Hún dóttir mín var ofsalega ánægð með myndina og æfir hin ýmsustu spörk af krafti enda orðin skjaldbakan sem bjargar öllu;)

P.s. það var eitt barn sem missti niður tvo poppkornspoka... hvaða barn ætli það hafi verið;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband