Stundum kennir eggið hænunni. Framganga Frjálslynda flokksins vekur mikla umræðu þessa dagana. Ég trúi alltaf því besta upp á fólk og því hef ég barið höfðinu við steininn og túlkað ummæli og stefnu Frjálslynda flokksins eins vel og hægt er.... það fer bara að verða ansi erfitt. Ísland fyrir Íslendinga... jú jú svo sem allt í lagi ef átt er við Íslendinga af öllum uppruna en samt eru þessi orð ekki falleg því yfirleitt eru þau notuð í slæmum tilgangi. Dóttir mín er á leikskóla sem leggur áherslu á fjölmenningu og því eru börn, Íslendingar af alls konar uppruna þar samankomin. Dóttir mín gerir engan greinarmun á litarhætti eða minnist nokkurn tímann á hann. Á deildinni með dóttur minni er fallega dökkbrún stelpa. Dag einn kom dóttir mín og sagði með þjósti hún ...(stelpan) er ekki eins og ég. Ég setti mig í stellingar og undirbjó í huganum ræðuna um hvernig allir væru eins að innan þó að að utan værum við mismunandi á litinn, þegar sú stutta segir "Hún er með krullur!!!!". og ekki orð um það meir.
Annað dæmi... við mæðgurnar fórum í Baðhúsið einn laugardaginn sem oftar, eftir að ég sótti þá stuttu í gæsluna röltum við niður, þá var að ljúka afró tíma, nema hvað sú stutta ríkur inn í tímann, þar inni er kennarinn ásamt risa stórum kolbikasvörtum karlmanni í einhvers konar afrískri skykkju (hann ber á bumbur í tímanum). Sú stutta starir á hann... ég finn hrollinn læðast niður hrygginn því ég sé á svipnum á henni að hún er að fara að segja eitthvað óþægilegt... fyrir mig. Hún starir áfram og varirnar mynda orð... út kemur það... það er MAÐUR í Baðhúsiðnu!!! því hún veit jú, eins vel gefin og hún er, að það eru bara konur í Baðhúsinu.
Þetta er staðan í dag. Ég man eftir deginum þegar ég sá í fyrsta sinn svarta manneskju, snéri mig úr hálsliðnum, sá í fyrsta sinn klæðskipting og labbaði á ljósastaur. Fyrir dóttur minni og næstu kynslóð skiptir litur húðarinnar ekki máli. Hún sér bara manneskjur og vini, sama hvernig þau eru á litin. Ég er hrædd um að ansi margir geti lært af fjögurra ára dóttur minni.
Annað dæmi... við mæðgurnar fórum í Baðhúsið einn laugardaginn sem oftar, eftir að ég sótti þá stuttu í gæsluna röltum við niður, þá var að ljúka afró tíma, nema hvað sú stutta ríkur inn í tímann, þar inni er kennarinn ásamt risa stórum kolbikasvörtum karlmanni í einhvers konar afrískri skykkju (hann ber á bumbur í tímanum). Sú stutta starir á hann... ég finn hrollinn læðast niður hrygginn því ég sé á svipnum á henni að hún er að fara að segja eitthvað óþægilegt... fyrir mig. Hún starir áfram og varirnar mynda orð... út kemur það... það er MAÐUR í Baðhúsiðnu!!! því hún veit jú, eins vel gefin og hún er, að það eru bara konur í Baðhúsinu.
Þetta er staðan í dag. Ég man eftir deginum þegar ég sá í fyrsta sinn svarta manneskju, snéri mig úr hálsliðnum, sá í fyrsta sinn klæðskipting og labbaði á ljósastaur. Fyrir dóttur minni og næstu kynslóð skiptir litur húðarinnar ekki máli. Hún sér bara manneskjur og vini, sama hvernig þau eru á litin. Ég er hrædd um að ansi margir geti lært af fjögurra ára dóttur minni.
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já rasismi er áunnin það er rétt og ef við stingum hausnum í sandinn og ræðum ekki málinn mun hann örugglega stækka og stækka hlustaðu á frjálslynda og vertu ekki með fyrirfram fordóma.
ragnar bergsson, 2.4.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.