Berglind vinkona mín eignaðist dóttur í gær 28. mars kl. 18.30. Allt gekk vel og heilsast þeim mæðgum vel. Ég á eftir að fara að kíkja á dömuna en treysti því að kominn sé í heiminn lítill rauðhærður skæruliði eins og hún á kyn til. Til hamingju Begga og Siggi.
Þegar barnið er komið í heiminn þá tekur við næsta bið. Og hvað á barnið að heita.... Ég treysti reyndar Beggu og Sigga alveg fullkomlega til að velja fallegt og gott nafn á dótturina. Ég valdi minni dóttur stórt og mikið nafn, ber það aðeins þess merkis að hún er fædd um miðjan vetur og fékk hún því tvö snjónöfn, Snæfríður Fanney. Þegar ég rekst á fréttir frá mannanafnanefnd eða sé lista yfir nöfn ungra barna spái ég stundum í hvað foreldrar séu að hugsa. Kannski finnast þeim bara þess nöfn falleg og trúa því að þau eigi eftir að færa börnum þeirra gæfu. Ég man eftir að þegar ég var unglingur, forfallinn ísfólksaðdáandi, þá var ég alveg með það á hreinu að dóttir mín ætti að heita Villimey Líf... svo varð ég fullorðin. Það eru ekki bara einhver ný "tískunöfn" sem mér finnast undarleg heldur líka gömul nöfn. Stundum er það samt þannig að fólk þekkir einhvern sem ber nafnið, oft nákominn ættingja sem því þykir vænt um og skýrir því nafni sem ekki er þjált. Nöfn sem til voru í gamla daga en hafa sem betur fer dottið upp fyrir eru t.d. Bjálfi og Kálfur. Ég hugsa stundum ætli Bamba, Hræreki, Þiðranda, Spartakusi, Öðrum (Annar), Dreka, Anga eigi eftir að líða svipað og Bjálfa leið í gamla daga. Með fullri virðingu fyrir þeim foreldrum sem kusu þessi nöfn á drengi sína, þá held ég að börn hafi alveg nóg með sitt þó ekki sé verið að klína á þau einhverjum ónefnum.
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég hjartanlega sammála þessari klausu Björg. Stundum finnst mér að það sé einhver lenska hjá landanum að finnast gamalt og gott, hallærislegt eða kannski er ég bara svona gamaldags og íhaldssöm en mér finnast nöfn eins og Jóhann, Sigríður, Linda og Björg mun fallegri :) en Afródíta og Bambi.
Kveðja Linda pinda pæ
Linda Björk (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.