Ímynd kennara í sjónvarpsþáttum

Hún dóttir mín horfir á teiknimyndir eins og önnur börn. Stundum kemur það fyrir að ég kíki með henni á það sem imbinn býður upp á og stundum ofbýður mér. Í augnablikinu eru það tveir þættir sem ég man sérstaklega eftir. Annar heitir Kobbi tveir, tveir (eða eitthvað svoleiðis). Í þeim þætti er Kobbi greyið í skóla sem stjórnað er af virkilega illgjörnum skólastjóra, sem vill nemendunum allt hið versta, hitar ekki skólann o.s.frv. Svo um helgina var annar þáttur, þá voru það litlar pöddur í skóla. Kennararnir í þeim skóla tóku virkan þátt í einelti gagnvart einum nemendanum, lítillli skítabjöllu. Mér finnst ekki gott að sýna yngstu áhorfendunum svona efni. Þeir eru ungir og móttækilegir og hafa ekki enn reynslu af skóla til að skapa mótvægi við það sem þeir sjá. Svona efni getur léttilega orðið til að gera börn hrædd við skólann. Ekki gott.

Á móti kemur myndin sem dregin var upp af kennurum í Boston Legal, verst að sá þáttur höfðar ekki til yngstu áhorfendanna. Í þættinum var lögð áhersla á hve margþætt kennarastarfið er orðið. Okkar hlutverk er ekki lengur eingöngu að uppfræða, heldur þurfum við einnig að vera hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, o.s.frv. Eins og fram kom í þættinum, overworked and underpaid. Það var samt dulítið slæmt að kennarinn í þættinum gafst upp og skipti um starfsvettvang, en hélt ekki áfram í baráttunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það eru margir sem breyta um vettvang. Árið 2005 var mestu mannaskipti af réttindikennurum síðan 1997 skv. Hagstofu Íslands. Kennarar í USA eru ekki sælir af sínum launum eða aðstöðu og batnar það ekki meðan Bush eyðir hundruðum milljarða í vonlaust stríð í Írak þar sem koma átti á lýðræði.

Ólafur Örn Pálmarsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband