Þannig er mál með vexti að hún mamma mín á líka kisu. Hún er óskaplega feit og kolbikasvört, og lík uppeldismóður sinni í skapi (urrar og hvæsir á alla þá sem henni líkar ekki við;). Ég var náttúrulega alveg miður mín yfir því að þurfa að láta Garp frá mér, grét úr mér augun í gærkveldi og morgun og fannst lífið alveg óskaplega óréttlátt, sbr. skrif mín hér að neðan. Nema hvað, ég náttúrulega fór í vinnuna í morgun og stóð mína pligt. Ég fór heim í hádeginu og vitiði hvað. Mamma hringdi og bauðst til að taka Garp. Kisan hennar var orðin eitthvað lasin, hélt hún og henni fannst alveg ómögulegt að við Fanney værum hér skælandi yfir kattamissinum svo hún sendi sína kisu "í sveitina" og tók Garp. Nú get ég skroppið og heimsótt hann og klappað og knúsað hvenær sem ég vil. Það er reyndar soldið tómlegt í rúminu, en aldrei er að vita nema ég geti bætt úr því;) Svona leysast málin stundum. Ég er reyndar með smá samviskubit yfir að hafa þegið þessa lausn mála en veit betur en að reyna að þræta við móður mína og reyna að sannfæra hana um að hún hafi rangt fyrir sér.
Hinir og þessir eru nú að viðra skoðanir sínar á launaleyndinni eða launaopinberuninni. Flestir virðast þeirrar skoðunar, alla vega þeir sem viðra þær sem ég sé, að ekki sé góð hugmynd að afnema launaleyndina, og að þessi framkvæmd eigi að vera e-s konar vopn í baráttu kvenna fyrir bættum kjörum. Ég hafði ekki hugsað svo langt. Reyndar hvorki heyrt né séð mikið um málið, fyrir utan manninn frá atvinnurekendum (sem var frekar halló í sjónvarpinu) og svo hina og þessa pistla frá þeim sem ósammála eru afnáminu.
Ég er þeirrar skoðunar að því færri leyndarmál sem eru í samskiptum fólks því betra. Ég skil ekki alveg af hverju það er svona hræðilegt að hafa launamálin og tölurnar á yfirborðinu. Mér finnst alveg sjálfsagt að þeir starfsmenn sem mikilvægir eru og hafa ábyrgð fái greitt skv. því. Mér finnst líka alveg sjálfsagt að fólk geti séð og metið hversu mikilvægt það er í samanburði við aðra. Ég er eiginlega bara alfarið á móti leynimakki og samkurli, hvaða nafni sem það nefnist. Ef atvinnurekendur vilja borga einhverjum hærri laun en öðrum þá er það bara allt í lagi, þeir geta haft hvaða ástæðu sem þeir vilja fyrir því, jafnvel bara, ef þeim sýnist svo, en af hverju þarf það að vera leyndarmál. Er ánægja fólks í starfi yfirleitt ekki betur fest í sessi en svo að fávísin tryggir sæluna?? Mér er bara spurn?
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 457
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.