Stundum er lífið of ótrúlegt til að geta verið satt. Fyrr í vetur kom í ljós að Fanney er með ofnæmi fyrir köttum. Ég streyttist við að trúa þessu. Hvernig getur þetta barn haft ofnæmi fyrir köttum? Hún var vart komin heim af fæðingardeildinni þegar hún hitti Kisa sem samviskusamlega passaði hana og allt sem henni viðkom. Hvernig getur það átt sér stað að allt í einu sé hún bara komin með ofnæmi. Ég er yfirleitt þeirrar skoðunar að dóttir mín sé eingetin. Alveg er sama hvort um útlit eða innræti er að ræða, hún er alveg eins og ég og mínir, nema að þessu leyti. Það kom nefnilega í ljós að asmi, ofnæmi, exem og svoleiðis er algengt í föðurætt hennar.... og hún fæðist inn í fjölskyldu kattakvenna. Í stuttu máli sagt verður Garpur sem sagt að fara til Guðs. Ég er búin að eiga hann í 8 ár, og hann hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt, frá því að ég ferðaðist með hann lítinn kettling yfir hálft landið. Ég hef alltaf átt kisu, svo langt aftur sem ég man. Ég hef misst þær flestar undir bíl og 1999 var ég búin að fá nóg af missi og ákvað að fá mér hund. Hundinn átti ég í 10 daga þegar ég gaf hann fjölskyldu sem allt vildi fyrir hann gera og hafði nógan tíma til að sinna honum. Ég er nefnilega kattakona. Ég varð að bíta í það súra... og kom heim með Garp. Fyrst bjó hann hjá mér á Eiðum og svo höfum við búið saman á 3 stöðum í bænum. Honum tókst að verða að inniketti þegar við fluttum á Kleppsveginn og aðlagast hverjum þeim stað sem við höfum verið á. Það er ömurlegt að loksins þegar mér tekst að halda ketti undan bílum verði ég að láta lóga honum!
Kaldhæðni örlaganna. Foreldrar mínir voru mestu hæfileikamanneskjur. Pabbi minn snillingur í stærðfræði og meðferð móðurmálsins og mamma hin mesta tungumálamanneskja. Ég fékk minn skerf af öllu þessu. Báðir foreldrar mínir voru líka einstaklega músíkalskir. Pabbi söng í kór og einsöng á plötu og mamma spilar á hljóðfæri eftir eyranu. Ég er alin upp við það að mamma sat við píanóið og pabbi söng. Ég erfði það að hafa óskaplega gaman að tónlist og einstaklega gaman að syngja... en enga hæfileika, hvorki á sviði söngs né hljóðfæraleiks (og trúiði mér... ég hef reynt!!). En svona er það víst, maður getur ekki fengið það allt.
Á morgun þarf ég að kveðja hann kisa minn, góðan vin minn til 8 ára. Ég á svo eftir að sakna þess að finna ekki mjúkan feldinn við kinnina á mér koddanum og knúsa heita lifandi bangsann minn.
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 457
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.