Ég hef mikið verið að velta íbúðum fyrir mér síðastliðna daga. Ég er komin með fiðring og langar annað hvort að flytja eða ráðast í gagngerar breytingar á íbúðinni minni. Ég á samt í stökustu vandræðum með að ákveða mig. Ég hef alltaf verið voðaleg miðbæjarrotta og litið á allt fyrir utan 108 sem sveit og þá algjöra hillbillies sem búa þar. Svo hef ég aðeins verið að skoða á netinu og varð pínu skotin í íbúð í Kórahverfi í Kópavogi. Íbúðin er í Perlukór (rosaflott nafn, slær samt ekki út Bjargarstíg...), með sérinngangi og litlum garði í litlu fjölbýli, nálægt grunnskóla og íþróttaakademíunni (sem er að rísa). Þetta leit allt svo ótrúlega vel út á myndum og í máli. Ég var með algjöran njálg í kvöld (enda próf á morgun) og dreif mig því í bíltúr, byrjaði í ísbúðinni í vesturbænum, sem var full út úr dyrum... og keyrði svo sem leið lá í Kóp. Þótt ótrúlegt megi virðast þá tókst mér að rata nokkurn veginn og vil ég þakka það henni Svövu frænku minni sem býr e-s staðar í Salahverfinu, því Kórarnir eru nokkuð bein leið þaðan. En svona þegar ég nálgast áfangastað fara nú að renna á mig 2 grímur.... Það er ennþá snjór hér!! Það verður að teljast svolítill ókostur fyrir sólardýrkandann og kuldaskræfuna mig. En ég verð að viðurkenna að þetta ansi smart hverfi og flott hús. Já, og ég er í alveg jafnmiklum vandræðum með hvað ég á að gera.
Ég horfði á fréttirnar í kvöld, sem heyrir til mikilla tíðinda;) Sá ég þá ekki að verið var að ræða um að afnema launaleynd. Viðtal var tekið við einhvern forkólf atvinnurekenda sem fann þessari hugmynd flest til foráttu. Taldi hann m.a. að slíkt afnám leiddi til slæmst andrúmslofts á vinnustöðum. Ég skil ekki alveg málið. Ég held að atvinnurekendur séu bara hræddir við að opna bækur sínar því að þá komi í ljós að ekki er verið að greiða fólki laun eftir hæfileikum og vinnuframlagi og þá missi þeir líka mikilvægt tæki í mannauðsstjórn sinni. Því ef Sigga fær 10.000 þús kall auka verður hún rosaánægð, þó hún megi engum segja. Hún yrði pottþétt ekki eins ánægð ef hún vissi að Siggi fengi 20.000 kall auka. Sagði ekki einhver... sælir eru fáfróðir... eða eitthvað álíka?? Ég held að með afnámi launaleyndar verði mórallinn á vinnustaðnum miklu heiðarlegri, og gagnsærra verði fyrir hvað er borgað.
Og áfram um launamálin. Ég heyri því fleygt að margir grunnskólakennarar hyggist segja stöðum sínum lausum í vor af ótta við komandi kjarabaráttu. Þá verðum við nú í slæmum málum.
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 457
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þér, hvar er t.d. framsóknar milljarðurinn sem var lofað í síðustu kosningum til að útríma fíkniefnum
Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 21:17
Framsóknarmilljarðurinn er eflaust vel geymdur svo hægt sé að lofa honum aftur fyrir komandi kosningar;)... nema náttúrulega að búið sé að nota hann í risnu...
Björg Jóhannsdóttir, 15.3.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.