Það hefur verið nokkuð ljóst frá haustdögum að fengitíð var góð í sumar og haust og uppskeran kæmi í ljós á vordögum. Von er á mikilli barnasprengju í Laugalæk, 4 kvenkyns kennara eiga von á sér, einn karlkyns á von á tvíburum og tveir fyrrverandi kennarar eru líka óléttir. VÁ... ekki nóg með það heldur eru líka 2 börn (sem vitað er um) á leiðinni í náminu mínu og svo kemur Brynhildur frænka með litla frænku handa okkur fljótlega. Það er ekki laust við að það fari aðeins um eggjastokkana;) En fyrsti pakkinn var opnaður í gær og þegar hún Linda sem kennir með mér eignaðist litla stúlku, 13 merkur og 49 cm. Til hamingju með litlu prinsessuna Linda!!
Öll þessi börn sem von er á eru svo heppin að hafa báða foreldra hjá sér og eiga möguleika á að vera heima í faðmi foreldranna í 9 mánuði. Í blaðinu í dag er einmitt minnst á þetta hrópandi óréttlæti sem börn sem fæðast í eins foreldris fjölskyldu (púff, þetta var erfitt) eiga þess einungis kost að vera heima hjá foreldri í 6 mánuði. Ég man eftir þegar ég var með Fanneyju litla hvað mér fannst þetta óréttlátt. Vonandi verður eitthvað gert til að jafna rétt þessara barna.
Ég hef verið að spá í það undanfarna daga hve margir eru farnir að ganga með nafnspjöld, eða svona einkennisspjöld með mynd og nafni o.þ.h. Ég sé svo marga í HR sem ganga um með svona spjöld. Ég geri ráð fyrir að þetta tengist vinnunni, séu kannski einhverskonar lyklar, en hélt fyrst að þetta væri til að geta skilað fólkinu heim ef það rataði ekki, kannski eftir djammið eða of marga á local pöbbnum;) Mér finnst þetta samt skemmtilega skrítin þróun. Náttúrulega er þægilegt þegar allir eru vel merktir, þá tekst manni t.d. að fela ómanngleggni(?) eða getur lesið á spjaldið og notað upplýsingarnar sem þar eru til að hefja samræður þar sem nú allir eru hættir að reykja og ekki hægt að fiska spjall með að sníkja rettu eða eld. T.d. "já, ert þú að vinna í .... ég þekki einmitt eina þar, þekkir þú kannski...." já, eða... "nei, heitir þú.... en hvað það er sniðugt, stjúpfrænka ömmusystur minnar hét líka... eruð þið kannski skildar??";)
Svona að lokum, hafið þið séð þennan:
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 457
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi myndi nú bara skrapa stuðarann og hugsanlega botninn á leið inn í stæðið mitt. Ég er svo hryllilega órómantísk þegar kemur að bílum. Eftir tvær kostnaðarsamar viðgerðir á pústi sé ég upphækkuð jeppaskrímsli í rósrauðum bjarma.
Ásta (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.