Endalaus veikindi...

Ætlar þessu aldrei að linna... hringt var frá leikskólanum um hádegið í dag. Fanney aftur orðin veik, komin með hita og læti, svo við vorum heima eftir hádegi. Frekar dapur dagur, en það eru alltaf þessi litlu atriði sem lyfta manni upp... eins og til dæmis mismælin sem fólk lætur út úr sér. Matseðill skólans var til umræðu í einum 10. bekknum í morgun. Kom í ljós að nemendur eru misánægðir með matinn og finnst hlutfall unna kjötvara helst til mikið. Við ræddum þetta nokkuð og ég sagði að t.d. fiskur ætti nú ekki alltaf upp á pallborðið hjá nemendum, þá sagði eitt gáfnaljósið... En er ekki fiskur unnin kjötvara;) Ég var svo heppin að fá pössun og komst í tíma. Við erum að byrja í tölfræði og kennarinn tók smá dæmi varðandi gagnatöflu, hann skipti okkur í hópa eftir því í hvaða bæjarfélagi við byggjum. Smám saman komst lag á töfluna og upp var komin Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Grindavík, Keflavík, Selfoss, Akranes, Seltjarnarnes og Hafnarfjörður. Eitthvað var rætt um fjölda í hverju bæjarfélagi og þess háttar. Segir þá ekki eitt gáfnaljósið... en hvað með Breiðholtið, býr í alvörunni enginn í Breiðholti... HALLÓ... stundum verð meira að segja ég orðlaus...

Aftur að umræðunni um mjólkina og meinta óhollustu hennar... Á kennarastofunni var því haldið fram að við sem neytum mjólkur lyktum öðruvísi... að t.d. Asíubúar sem upp til hópa eru með ofnæmi fyrir mjólkursykri og neyta því ekki mjólkurvara, finni bara þvílíkan fnyk af okkur, ojojojojoj... ekki smart.

Bara svona ef þið eruð að spá í hvort ég sé alveg á leiðinni yfir um þá var ég nú bara að djóka með þemað fyrir ferminguna;)

Já og ég fékk að vita það að Davíð Þór er á föstu með líka indælis stúlku að austan...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband