Ég er sérstakur aðdáandi Davíðs Þórs. Alveg frá því að hann var í tvíeyki með Steini Ármanni (sem nota bene er frændi minn (frekar fjarskyldur frá Borgarfirði Eystri, afi minn og langamma hans systkini), ekki skrýtið að ég skuli vera svona fyndin;) frekar langsótt og fjarlægist Davíð Þór óðfluga.... en hann var í Blaðinu í gær í viðtali um klám og tvískinnung íslensku þjóðarinnar, sem ég er svo ótúlega sammála og svo pistlar hans aftan á Fréttablaðinu, frábær skrif og pot í íslensku þjóðarsálina. Um daginn skrifaði hann um fíkniefnasala og hvernig lenging dóma yfir fíklum væri kannski ekki rétta ráðið til að snúa þeim til betri vegar. Í dag hélt hann svo áfram með umræðuna og benti á þá staðreynd að ef áfram héldi sem horfði þyrftum við að bæta Litla-Stokkseyrarbakkahraunskaupstað á kortið. Einnig bendir hann á þá staðreynd að miklu fleiri hafi eyðilagt líf sitt á áfengi en nokkurn tímann eiturlyfjum og klikkir út með því að séu fíkniefnasalar hryðjuverkamenn séu áfengisverslanir hreinræktaðar útrýmingarbúðir. Drengurinn er ótrúlega vel máli farinn og rökvís. Var ég búin að taka það fram að ég er aðdáandi... ég hefði líka gjarna vilja sjá hann meðal hinna kynþokkafyllstu;) ætli hann sé á lausu?? Nei, djók;)
Annars er ég farin að kvíða því að skólanum ljúki. Hvað á ég þá að gera????? Nú er stærðfræðigeiningunni að ljúka með tilheyrandi diffrun, tegrum, markgildum... þá eru einungis eftir tölfræði og algebra og ég klára í maí. Hvað þá?? Ég er strax farin að spá í endurbótum á íbúðinni minni eða skipta bara um íbúð. Ég veit ekki. Mér finnst framtíðin alltaf vera óskrifað blað, á svo erfitt með að ákveða í dag hvað mig langar að gera á morgun. Jæja den tid den sorg...
Annars eru fermingarnar á næsta leyti og ég strax farin að skipuleggja hvaða þema við Fanney ætlum að hafa í fermingarveislunni hennar. En hvað er málið með þessa borgaralegu fermingu. Mér finnst það algjört rugl. Víst er fínt að krakkar fari á námskeið í siðfræði og slíku, sem ég reyndar held að við kennum þeim ágætlega í grunnskóla, en alltaf má víst siðfræðast betur. Fermingin er staðfesting á skírninni og þeir sem ekki eru skírðir eða ekki hafa áhuga á slíkri staðfestingu fermast ekki, nokkuð augljóst, en til hvers að hafa veislu og finna sér aðra leið til að hafa peninga af vinum og ættingjum. Væri ekki bara heiðarlega að senda út gíróseðla??
Mikið finnst mér gaman að sjá að uppáhalds talan mín er orðin að bíómynd. Ég á reyndar eftir að sjá hana en... ég á afmæli 23. maí, eða 23.5. 2,3 og 5 eru fyrstu frumtölurnar svo er ég fædd 72 og í sjöunni næ ég einni frumtölunni í viðbót. Hallinn á möndli jarðar er 23,5 gráður (og trúiði mér, allir nemendur mínir vita það). Alltaf þegar ég á að velja mér tölu vel ég 23 og það hefur oft reynst mér vel (reyndar ekki unnið Lottóið enn þá, en það hefur eflaust meira með það að gera að ég spila ekki;). Þegar talan er googluð kemur líka í ljós að við hana eru tengdar hinar ýmsustu kenningar í gegnum tíðina.
Flokkur: Bloggar | 4.3.2007 | 23:00 (breytt 7.3.2007 kl. 23:47) | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 457
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið ofboðslega kannast ég við þennan gráa íbúðar fiðring. Ég vaknaði einn laugardagsmorgun fyrir nokkrum vikum og fannst ég ekki þola stundinni lengur við með þessar ljótu hurðir á skápunum í eldhúsinu og brunaði med det samme upp í Ikea og keypti nýjar. Það hefur svo ekki gengið þrautalaust að koma þeim upp og mæli ég með mikilli umhugsun og skipulagninu áður en ráðist er út í slík verkefni.
Davíð Þór er ekki á lausu - og mér finnst meira að segja líklegt að þú þekkir kærustuna ;)
Ásta (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 12:51
Uh... þetta hljómar eins og sé að tala um mig. Sem ég er auðvitað ekki að gera :þ
Ásta (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 12:54
Nú... hver er sú lukkulega??
Björg Jóhannsdóttir, 5.3.2007 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.