Mjólk er góð...er það ekki??

Kennarar eru einstaklega meðvitaður um heilsu og allt sem henni viðkemur. Á kennarastofunni hafa gengið hinir ýmsustu kúrar og heilsuátök, með tilheyrandi umræðum og tilvitnunum í hina og þessa spekinga. Danski kúrinn er búinn að vera heitur lengi og enn mjög inn. Lífrænt ræktað hitt og þetta þykir líka hið besta fyrir líkama, sál og heilsu. Við sem einstaka sinnum laumum einum sykurmola í kaffið eða upp í okkur erum litin hornauga og fáum oftar en ekki smáræðu með kaffinu. Það verður samt að teljast eitt af undrum veraldar hve fljótt sælgætið og súkkulaðið sem skylda er að koma með eftir utanlandsferðir hverfur af kennarastofunni. Maður verður að hafa skjótar hendur ætli maður að næla sér í mola. Nægur formáli.... á föstudaginn var nefnilega verið að tala um það hve mjólk væri óholl fullorðnu fólki. Sýnt hefði verið fram á tengsl brjósta- og blöðruhálskrabbameins og neyslu mjólkur og mjólkurvara. Þetta finnst mér ekki smart enda neyti ég mikillar mjólkur og hef alltaf gert og með hinni bestu samvisku þar sem ég hélt að ég væri að koma í veg fyrir beinþynningu á efri árum... en nei... það er vandlifað í þessum heimi.

HughÖnnur umræða sem skók kennarastofuna á föstudaginn var umræða um kynþokka. Einhver hafði heyrt af því að Einar Oddur þingmaður og Haraldur veðurfræðingur hefðu komist á blað með kynþokkafyllstu mönnum landsins. Það var einróma álit kennarastofunnar og þá bæði kvk og kk kennara að þetta hlytu að vera mistök eða skilgreining kynþokka breyst og gjörsamlega farið fram hjá okkur. Kom on.... það fór einnig nettur fiðringur um kennarastofuna þegar skoðuð var auglýsingin um nýjustu mynd Hugh Grant... og samþykkt að þar væri sannur kynþokki á ferð og við þyrftum endilega að drífa okkur á þá mynd (reyndar voru það bara kvk kennararnir sem tóku þátt í þeirri umræðu;) En það verður að segjast... rosalega er hann sætur;) Hann er undantekningin sem sannar regluna um Breta... að þeir séu upp til hópa hvítir, mjórir, tannlausir... aka einstaklega ófríðir.

Við mastersnemarnir í HR héldum okkar óformlegu árshátíð í gærkveldi. Hátíðin var haldin á DOMO enda við einstaklega Hip og Kúl hópur. Það verður að segjast eins og er... Domo er rosalega flottur staður og þjónustan til fyrirmyndar. Við höfðum á undan okkur sent hvað við hygðumst borða og því gekk allt mjög smurt fyrir sig. Í forrétt fékk ég mér langeldað andalæri... það var mjög vel útilátið en helst til salt fyrir minn smekk en samt mjög braðgott, í aðalrétt var nautalund, omg... hún var æði, passlega mikið (lítið) elduð og kjötið svo meirt að það hreinlega bráðnaði á tungunni. Í desert var svo súkkulaði "cup cake" hrikalega góð. Fyrir herleg heitin borgaði ég um 8000 kr. en það var vel þess virði. Hinir aðeins eldri og íhaldssamari söknuðu kartaflna með aðalréttinum en þar sem ég hef aldrei verið neinn sérlegur aðdáandi jarðepla var ég alsæl með kjötið og arfann sem var með;) En eins og ég segi, þjónustan frábær og rosalega góður matur. Ég ætla endilega að reyna að koma Laugalæk líka þangað á árshátíð og fá mér aftur nautalund;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband