Hún dóttir mín er yndisleg... það er löngu vitað;) Þriðji heimilismeðlimurinn er ferfættur og loðinn og orðinn vel miðaldra í kattaárum. Hann heitir Garpur og er stór og feitur. Samband Fanneyjar og Garps hefur gengið svona upp og niður í gengum árum, mest hefur verið um samkomulag að hvorugt snerti hitt. Á tímabili var hálfgert stríðsástand. Fanney togaði í rófuna, eyrun, fæturna, potaði í augun, eyrun... svo stækkaði hún aðeins og fór að labba, þá náði hún sér í sprautu, úðabrúsa og slíkt og sprautaði á köttinn. Grarpur var alveg að gefast upp og gerði gagnárás, kom sér fyrir í leyni og þegar Fanney kom hjá sló hann hana með loppunni. Þau gerðu þá með sér samkomulag og ástandið á heimilinu róaðist aðeins. Nú hefur Fanney enn stækkað og komst að því um daginn að hún getur haldið á kettinum (sumir myndu nú kannski kalla það draga köttinn, alla vega þegar hún er búin að vera með hann í smá stund og hendurnar eru komnar um höfuðið;). Nú getur Kisi greyið hvergi verið í friði. Ef Fanney sér hann á fótum dröslar hún honum upp í fangið og ber hann hingað og þangað um íbúðina, setur hann í vagninn sinn. Ef ég hlægi ekki svo mikið þegar ég horfi á aðfarirnar myndi ég kannski reyna að bjarga kettinum... en ég stekk til þegar hann verður blár í framan;)
Hún er dóttir mín er ótrúlega dugleg að bjarga sér. Sagt er að neyðin kenni naktri konu að spinna og nú er svo komið að neyðin hefur kennt dóttur minni á VOD skjáinn. Rosalega var ég stolt af henni þegar ég komst að því að hún gat sjálf valið sér mynd úr Fría Barnamyndaflokknum... Rosalega var ég ekki ánægð þegar ég komst að því að hún var farin að velja sér myndir úr Barnamyndaflokknum... sem þarf að borga fyrir. Ég er náttúrulega alltaf að læra. Í upphafi vetrar fengum við okkur mæðgurnar Skjáinn og horfum stundum á Cartoon Network og Disney Channel. VOD (Video on Demand) fylgir með og er svona videoleiga heima í stofu. Maður getur valið sér mynd og borgar fyrir hana á næsta símreikningi. Í VOD hluta skjásins er líka ókeypis efni, og mikið af skemmtilegu barnaefni. Þegar ég er heima hef ég hjálpað henni að finna mynd, en eins og sönnum kennara sæmir líka kennt henni að fara inn á ókeypis efnið svo hún geti bjargað sér sjálf (og ég lært). Þannig er mál með vexti að barnapíurnar kunna ekki á skjáinn. Dag einn var Fanney að sýna þeim skjáinn og rakst þá á annað orð sem byrjaði á B... og það var Barnaefnið sem þarf að borga fyrir. Hún var náttúrulega voðalega spennt yfir þessum nýju myndum og horfði óspart. Ég var voða glöð fyrir hennar hönd og mjög ánægð með Skjáinn að hafa bætt svona mörgum myndum inn á ókeypis svæðið... svo komst ég að því (um 10 myndum of seint) að hún var ekki að horfa á ókeypis efnið, heldur efnið sem þarf að borga fyrir. DÖH.. ég þarf auðsýnilega að taka augun úr bókunum öðru hverju og spá í hvað dóttir mín er að gera.
Það fæddist eitt gullkorn í tíma í dag... Nemendur voru að fara í skólakynningu í FÁ. Einn nemandi spurði mig... Björg, hvar er fjölbrautarskólinn í Ármúla?? HEHEHEHEHEH...
Flokkur: Bloggar | 27.2.2007 | 23:22 (breytt kl. 23:30) | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.