Klám og aftur klám...

Mikið hefur verið rætt um fyrirhugaða klámráðstefnu á kennarastofunni síðustu daga. Flestir þar eru rétttrúaðir feministar og gjörsamlega mótfallnir slíkri ráðstefnu hér á landi. Mér finnst samt svo mikill tvískinnungur í þessari umræðu. Ísland hefur hingað til ekki staðið sig sem best í baráttunni gegn kynferðisglæpum (margir eru mótfallnir klámráðstefnunni af þeirri ástæðu að hún ýti undir mansal o.fl. kynferðisglæpi)eins og dómar í þeim málum sýna. Einnig finnst mér ef að klám er undirrót alls hins illa hér í heimi ætti náttúrulega að banna allar stöðvar sem sýna klám (sérstaklega "adult channels" á hótelum) og fjarlægja allar klámmyndir bæði af leigum og úr verslunum. Ég er ekki að mæla klámi bót, heldur finnst mér betra að hafa þessa hluti fyrir opnum tjöldum svo hægt sé að fylgjast með. Nokkuð ljóst er að ef klám væri algjörlega bannað alls staðar í heiminum þá yrði bara svartamarkaðsbrask með vöruna. Í löglegu klámi er fullorðið fólk sem er fullfært um að bera ábyrgð á eigin lífi. Þrælahald nútams er ekki bundið við klám, sífellt berast hræðilegar fréttir af börnum sem vinna í verksmiðjum frá morgni fram á nótt á lúsarlaunum. Ekki stöðvar það (flest) fólk að versla við fyrirtæki sem framleiða vöru sína í asíu og afríku þar sem vitað er að börn standa undir framleiðslunni. En nóg um það í bili....

Svona aðeins á léttari nótum, þá finnst mér alltaf jafngaman að mótsögnunum sem fólk lætur út úr sér. T.d. leiðinleg skemmtun... felst ekki í orðinu skemmtun að hún sé skemmtileg?? eins er með gæði... léleg gæði eru ekki til... í orðinu gæðum felst það að um sé að ræða gott, enda góður kominn af gæðum.

Annars er snúllan mín litla öll að koma til og hlakkar mikið til að fara á leikskólann á morgun öskudag í skúbídú búningnum sem hún fékk lánaðan hjá Alexander frænda. Loksins kom það sér vel að eiga yngri frænda sem er mikið stærri;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ef lítið hefur verið gert, ef menn hafa ekki staðið sig - má samt ekki byrja einhvers staðar?

Hlynur Þór Magnússon, 21.2.2007 kl. 00:23

2 identicon

Jú, auðvitað þarf að byrja einhvers staðar. Mér finnst samt að land sem bannar fólki að koma, sem ekki er vitað til að hafi neitt til saka unnið, ætti að byrja á að fjarlægja klámmyndir og klámblöð úr hillum verslana landsins áður en "saklausum" ferðalöngum er meinuð aðganga.

björg (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband