Enn ein helgin að baki. Hófst svo sem eins og hver önnur, vinnan, ólympíustærðfræði, sækja Fönnsu, ræktin. Fannsan mín var hálfslöpp þegar við vorum búnar í ræktinni og vildi frekar fara heim heldur en í fyrirhugaða ísferð í Vesturbæinn, þá vissi ég að eitthvað var að. Þegar líða tók á nóttina versnaði snúllunni minni og eldsnemma á laugardagsmorgun vorum við mættar á bráðamóttöku barna á Landsspítalanum. Fannsa fékk ventolin og hresstist, við þurftum samt að bíða heillengi, eða þar til súrefnismettunin var orðin nægjanleg, um fjögur leytið. Dóra hjúkurnarfræðingur var ofsalega almennileg við okkur mæðgurnar og við fengum á endanum stofu þar sem við gátum hvílt okkur og horft á teiknimyndir. Ég spáði svolítið í aðstöðuna þegar ég var þarna. Starfsfólkið var mjög indælt og græjurnar virtust virka eins og þær áttu, en .... þegar við komum þá komum við að bráðamóttöku barna, en hún opnar ekki fyrr en kl. 10. Ég varð því að labba með fárveikt barnið í fanginu bakvið gamla spítalann og inn þar. Síðan tók við langur gangur tilbaka að innanverðu. Eins og ég segi allir voru voða góðir við okkur þarna inni þegar við loksins komumst á staðinn. Við vorum á spítalanum í 9 tíma, ekki var okkur boðið neitt að borða, en ég fékk kaffisopa skömmu eftir komuna, en Fannsa ekkert. Ég var reyndar svo heppin að eiga góða að og gat sent eftir smá snarli handa okkur. Við vorum samt voða fegnar þegar við komumst aftur heim.
Ég held samt að Auður skólastjóri og Fanney dóttir mín hafi gert með sér samkomulag, því þetta er í þriðja sinn sem við þurfum á bráðavaktina, og það er alltaf um helgar.
Og þá að júróvisjón. Eiríkur Hauks á leið í Júróvisjón. Mér finnst við Íslendingar í vali okkar á júróvisjónlögum vera dáldið á eftir. Síðast vann rokklag og nú ætlum við að senda rokklag. Ekki það að mér finnist lagið hans Eiríks ekki gott, ég hefði valið það í annað sætið. Ég hélt með Heiðu og Dr. Gunna. Mér fannst það lag hresst og skemmtilegt og þau skötuhjú bæði frumleg og einstaklega skemmtileg. Ég held að þau hefðu getað komið Íslandi á kortið. Ég hef samt fulla trú á Eika og hans gengi og óska þeim alls hins besta í Helsinki.
Vitiði hvað... Haldið þið ekki að ég hafi lagt leið mína í efri byggðir aftur... í sama mánuðinum omg, þetta hefði nú einhvern tímann þótt til tíðinda. Ég rataði næstum því... þurfti bara að snúa einu sinni við áður en ég komst á leiðarenda. Þegar ég var komin á leiðarenda ákvað ég að taka enn meiri áhættu í lífinu að ráði húsráðanda og skellti mér upp í mosó að versla í flottu Krónu búðinni sem þar er, ég verð að segja það, með flottari lágvörumatvöruverslunum sem ég hef séð. Ég lenti náttúrulega í klandri á leiðinni og fór að efast um fyrirætlan þess sem sendi mig í ferðina, sá fyrir mér hvernig hann ætlaði að stela Fanneyju og selja hana til Kína fyrir offjár... þar sem ég sá glitta í Krónubúðina mundi ég náttúrulega að lítil eftirspurn er eftir stúlkubörnum í Kína, og verlsaði því alsæl í þessari flottu búð;)
P.s. lesið endilega pistilinn aftan á Fréttablaðinu í dag, algjör snilld með nöfn stjórnmálaflokkanna;)
P.s.s. Dexter byrjar í kvöld. Ég ætla að fylgjast með því bókin var mjög góð. Skemmtileg alltaf þessi hugmynd um "andhetjuna". Eins og með Hróa Hött hann stal frá þeim ríku og því var það í lagi. Dexter drepur ljótu kallana og því er auðvelt að hafa samúð með honum og verkum hans. Sýnir fram á tvöfeldni siðgæðisins.
Flokkur: Bloggar | 18.2.2007 | 21:30 (breytt kl. 21:33) | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 457
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi leiðinlegt að heyra að Fanney hafi verið veik. Vonandi hressist hún fljótt.
Annars varð ég rasandi hissa á að ég er barast fullkomlega sammála þér um Júróvisjón. Síðan hvenær höfðum við sama smekk á ... einhverju?
Dexter er snilldin ein. Ég gleypti alla tólf þættina í mig í einum bita.
Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 23:04
Ætli önnur hvor okkar sé ekki bara að þroskast;) eða báðar;)
Björg Jóhannsdóttir, 21.2.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.