úr hugarfylgsnum grunnskólakennarans...

kiDagarnir eru hverjir öðrum líkir... ég fer í vinnuna, skólann, heim að læra.... og tíminn líður ótrúlega hratt. Febrúar bara hálfnaður og vetrarfríið innan seilingar. Í dag barst bæklingur frá félagi grunnskólakennara þar sem vinnurammi kennara var skýrður fyrir þeim sem ekki þekkja til. Það er ótrúlegt að enn skuli vera til fólk sem heldur að kennarar vinni ekkert og séu þess á milli í fríi. Þegar ég reyni að útskýra að við fáum 6 vikna sumarfrí eins og flestir á vinnumarkaðinum, hnussa hinir fáfróðu og benda á vetrarfríið... þessa 3 daga;) En það er jákvætt að kjarabaráttan skuli fara fram á þessum nótum, því þetta er jú það sem kennarar eru færastir í ... að fræða aðra. Ég fæ samt nettan fortíðarfiðring og minnist verkfallsins 2004. Upplifunin og geðshræringarnar sem fylgdu því eru ekki gleymdar. Það var ótrúlegt að taka þátt í verkfallinu sem eflaust mun rata á spjöld sögubóka framtíðarinnar.

Við útdeildum stöðumati í skólanum í dag, og ég komst að því að segi alltaf sama brandarann við þetta tilefni. Mér þykir hann alltaf jafn fyndinn en krökkunum finnst hann orðinn frekar súr... Þannig er nefnilega að nemendur fá einkunn fyrir virkni í tíma. Virknin getur verið góð, sæmileg eða óviðunandi. Mér finnst þetta óskaplega fyndið í tengslum við skólasund, það er ekki í uppáhaldi hjá sumum nemendum og því fá þeir Ó fyrir virkni og þá segi ég... Hvernig er hægt að fá Ó í virkni... drukknar maður þá ekki bara.... hahahahahahahahahahahah;) Ótrúlega fyndin (not-segja krakkarnir)

Bagga Stærðfræðinörd og stollt af því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband