Ég mótmæli...

ryanbyrjum á léttari nótum... ég held ég vaxi aldrei uppúr unglingasápuóperum. Mánudagar eru sjónvarpsdagarnir mínir og nú er það OC. Ég gæti haldið langa tölu um áhrif unglingaþátta á menningu eða hvernig þeir endurspegla unglingaveröld hvers tíma og hvernig formúla þeirra hefur ekkert breyst síðan ég horfði á 90210 í gamla daga, en ég er ekki svo djúp... það er fallega fólkið, ég meina, Ryan var ekkert smá flottur í kvöld, omg. Ég bíð alltaf eftir mínu"ameríska" mómenti. Hangi yfir grænmetinu í Bónus þar ég verð blá í framan og bíð eftir að stæltur dökkhærður maður líti djúpt í augu mér, við finnum þessi einstöku tengsl og leiðumst saman út í sólarlagið;)

Og þá að mótmælunum. Ég er alveg grútfúl yfir því að Krónan mín sé hætt. Í staðinn er komið eitthvað Kjarval sem er helmingi dýrari verslun, ergo ég er ekki sátt. Ég hef s.s. ákveðið að versla ekki í Kjarval og skv. samsæriskenningu minni þá er eina ástæðan fyrir breytingunni sú að gamla fólkið í hverfinu mun versla í þessari verslun, hvort sem hún heitir Krónan eða Kjarval og hvernig sem verðið er. Óþolandi, bara einn daginn er Special K pakkinn kominn yfir 500 kall. Eins gott að tvær Bónusverslanir eru í næsta nágrenni.

Næstu mótmæli... kennarar ætla að mótmæla á morgun fyrir framan stjórnarráðið. Alveg ótrúlegt hvað er erfitt að fá mannsæmandi laun. Ég er búin að vera kennari í 11 ár og endalaust er þetta basl með launin og kjarabaráttununa. Ef þetta væri ekki svona rosalega gaman væri ég löngu hætt, þetta á bara svo vel við mig, líf og fjör allan daginn.

Og að lokum... hvað er þetta með algebruna. Jafnvel þrælfullorðið og vel þenkjandi fólk á það til að segja að það skilji bara ekki algebru. Ég held að það sé kominn tími á að finna nýtt nafn á bókstafareikninginn.  það er eins og einföldustu dæmi verði gjörsamlega óyfirstíganleg bara af því að grein stærðfræðinnar sem það tilheyrir heitir algebra. Ég meina, kom on... hver er munurinn á önd sem kann algebru og önd sem ekki kann algebru??? Jú, sem sem ekki kann algebru segir: bra, bra en sú sem kann algebru segir: algebra, algebra;) Þessi er hilarious;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband