...Mikið vildi ég að það væri öðruvísi lærdómur svona einstaka sinnum. Ég gæti alveg verið fínn lærdómari, ég hef ágætisþekkingu á vöðvum, bæði manna og dýra (sérstaklega eftir að ég vann í kjötborðinu í Hagkaup 89). Ég væri t.d. vel hæf til að kveða upp lærdóma á fitness-sýningum... en nóg um það. Dagurinn í dag var lærdómsmaraþon. Ég hóf daginn hjá henni yndislegu Siggu frænku minni. Ég kom heim um eitt og byrjaði að læra, nú hálfum sólarhring síðar bíð ég eftir að baðið mitt fyllist svo ég geti skolað af mér áður en ég fer að sofa. Manni hættir nefnilega dáldið til að rykfalla þegar maður situr kyrr svona lengi.
Annars var ég það heppin að hafa þjáningarsystur með mér því Begga sat með mér frá 2 til 11. Við erum fyrir löngu búnar að komast að því að svona heilaþjálfun brennir heilmiklu og um kvöldmatarleytið vorum við orðnar glorsoltnar. Begga hefur enga trú á kokkahæfileikum mínum svo hún pantaði sveitta borgara handa okkur frá Food Taxi. Þegar maturinn kom hringdi sendillinn í símann (ekki bjöllinni eins og venja er) hann kynnti sig frá Food Taxi og Begga sagði Æ nó... og þá svaraði sendillinn, I´m just outside;) Reyndar fengum við smá sjokk að sjá sendilsgreyið. Búningurinn ÓMG hvað er þetta eiginlega, nokkuð ljóst er að ekki á að keyra á þá og helst ekki að horfa á þá því annars fær maður hreinlega ofbirtu í augun af skærgulum gallanum sem er eins og slökkviliðsbúningur í sniðinu (já, en samt alveg laus við að vera sexy).
Annars erum við beibin, ég og Begga á góðri leið með að fá heiðursmerki í nördaklúbbnum... þegar maður hlær sig máttlausan yfir því... ég ætla að seiva just to be on the save side... ha, ha, ha eða on each side of the bump, (orðabókin þýddi ójöfnu sem bump), ótrúlega fyndið...not.
Jr. er óðum að verða fastagestur í hinum íbúðunum, tekur heimsóknarrúnt og fer þá í heimsókn til allra sem eru heima, hvers á fætur öðrum. Alveg búin að koma sér upp kerfi, hvar hún fær ís, hvar hún fær að leika við gæludýr, hver les fyrir hana o.s.frv. Sumir myndu nú segja... hún á ekki langt að sækja það;)
Flokkur: Bloggar | 12.2.2007 | 01:34 (breytt kl. 01:36) | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.