Litla snillingsfræið mitt er óðum að komast að leyndardómum tungumálsins. Hún náttúrulega fikrar sig áfram og gerir á leiðinni ótrúlegar fyndnar og skemmtilegar vitleysur. Við lentum í smástappi með háttatímann í kvöld. Hana langaði að horfa á Mjallhvíti en ég eins og ábyrgri móður sæmir á skólakvöldi sagði að nú yrði hún að fara að sofa. Hún þrætti, beitti fortölum, lagðist í gólfið en ekkert gekk. Svo stóð hún upp, setti í brýrnar, krosslagði hendur og sagði "Mamma, þú ert virkilega óvingjörn!!". Með það fór hún inn í rúm. Ég sá aumur á henni fór á eftir henni og ætlaði að bæta henni upp óvingjörn-heitin og lesa Mjallhvíti í staðinn. Hún var nokkuð sátt, en þegar ég var búin að lesa kyssti hún mig fyrir og sagði svo "Mig langar svo að horfa á Mjallhvíti, viltu kenna í brjóstin";)
PS: Ég ætti nú kannski ekki að segja mikið eftir að ég skrifaði hér að neðan að snúa sig úr hálsmálinu í staðinn fyrir hálsliðnum;)
Flokkur: Bloggar | 9.2.2007 | 00:36 (breytt kl. 00:43) | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.