Snillingsfræið mitt;)

Litla snillingPicture 301sfræið mitt er óðum að komast að leyndardómum tungumálsins. Hún náttúrulega fikrar sig áfram og gerir á leiðinni ótrúlegar fyndnar og skemmtilegar vitleysur. Við lentum í smástappi með háttatímann í kvöld. Hana langaði að horfa á Mjallhvíti en ég eins og ábyrgri móður sæmir á skólakvöldi sagði að nú yrði hún að fara að sofa. Hún þrætti, beitti fortölum, lagðist í gólfið en ekkert gekk. Svo stóð hún upp, setti í brýrnar, krosslagði hendur og sagði "Mamma, þú ert virkilega óvingjörn!!". Með það fór hún inn í rúm. Ég sá aumur á henni fór á eftir henni og ætlaði að bæta henni upp óvingjörn-heitin og lesa Mjallhvíti í staðinn. Hún var nokkuð sátt, en þegar ég var búin að lesa kyssti hún mig fyrir og sagði svo "Mig langar svo að horfa á Mjallhvíti, viltu kenna í brjóstin";)

PS: Ég ætti nú kannski ekki að segja mikið eftir að ég skrifaði hér að neðan að snúa sig úr hálsmálinu í staðinn fyrir hálsliðnum;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband