Jæja, þá er það taka tvö... Það er alveg með ólíkindum hvernig hugsanirnar fá á sig annan blæ þegar þær eru dregnar þvældar og velktar úr hugarfylgsnunum og settar á blað. Það er í rauninni ótrúlegt hvernig ég get rökrætt við sjálfa mig fram og tilbaka án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. En anyways...
Ég var heima í dag líka, alveg að verða vitlaus á þessari heimaveru, maður verður eitthvað svo myglaður og helmingi verra að ná úr sér myglunni heldur en veikindunum. Ég skellti mér samt í háskólann og reyndi aðeins á heilann. Sé reyndar fram á ofurharðsperrur þar sem stærðfræðigreining tekur virkilega á - Lipschichs continious.... com on... Það spannst reyndar önnur umræði allskemmtilegri í tímanum. Við vorum að nota ójöfnumerkin (< og > fyrir ykkur sem ekki munið:) og við Begga töluðum um að merkið "híaði" á minni töluna. Heyrðist þá frá þeim rétttrúðu... nei nei það má ekki segja svoleiðis, hvernig haldiði að þeim litlu líði, litlu nemendunum, litlu kennurunum.... Þetta er krókódíll sem étur stóru töluna... ÉTUR stóru töluna... og hvernig líður okkur þá, þessum fullvöxnu... það er bannað að hía á þá sem eru litlir en í góðu lagi að borða þá sem eru stórir. Ég verð nú að segja það af tvennu illu vil ég frekar láta hía á mig en éta;)
Mér hefur verið nokkuð tíðhugsað til þess þessa dagana hve falskt öryggi það er sem maður telur sig búa við. Það var í blöðunum um daginn að dómur yfir barnaníðingi hefði verið mildaður (þegar dómararnir voru á forsíðu mbl. sem mér prívat og persónulega fannst í góðu lagi). Málið er nefnilega það að barnaníðingur þessi keypti húsið sem Linda mín besta vinkona frá barnæsku bjó í. Ég bjó þar á móti. Húsið sem ég bjó í var til sölu fyrir nokkrum misserum og fórum við Fanney systir að skoða. Guð, hvað mig langaði að kaupa húsið, ég reiknaði fram og tilbaka en ekkert gekk. Það var sama hvernig ég reyndi, ég bara hafði alls ekki efni á því að kaupa það. Ég var frekar svekkt og sár því mig langaði svo. Mikið er ég fegin í dag. Því ef ég hefði búið í húsinu með Snæfríði Fanneyju hefði granninn okkar, sem á tvær ungar dætur, verið barnaníðingur. Að öllum líkindum hefðu dætur okkar leikið sér saman og.... Rosalega var ég heppin að geta ekki keypt húsið.
Jæja ég verð að halda áfram að læra.... próf á morgun... stefni á tíuna;)
Rosalega væri gaman ef einhver kvittaði í gestabókina mína;)
Flokkur: Bloggar | 8.2.2007 | 21:09 (breytt kl. 21:11) | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Shop till you drop
Bloggvinir mínir
- Hafdís egilsstaðapæja fréttir að austan;)
- Fía pía sæta frænka Þetta er í genunum;)
- Kibba sæta Kristjana vinkona
- Linda sæta
- Ásta vinkona
Tenglar
- Kroppurinn í form
- Ef þið hafið ekkert betra að gera;) Tickle prófin
- Stærðfræðiorðabókin Ertu að lesa enska stærðfræði??
- Grafateiknir Forrit sem teiknar gröf
- Tær snilld
- http://
- Draumurinn Mig dreymir, ég óska...
- áhugamál ég safna og ég safna og ég safna
- Borgar sig að fylgjast með... Tíska, strákar, matur, strákar, snyrtivörur...
- Skólinn minn
- Hinn skólinn minn Flott stelpan, mar...
- Sumarfríið mitt;) Hingað erum við mæðgurnar að fara í sumar;)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 457
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.