Í upphafi var orðið...

 

Jæja og þá er komið að því, ómg.... ég að blogga;) það er ótrúlegt að ég skuli ætla að finna mér tíma til að skrifa eitthvað af viti hérna, en það er aldrei að vita. Ég gæti einnig notað þetta sem vettvang til að fræða vini og kunningja aðeins um æðri stærðfærði... djók;)

Ég ætti kannski að skýra tutorgirl fyrir þá sem ekki vita, náttúrulega stolið og stælt úr One tree hill (sem ég held mikið uppá) og vísar til þess að ég er endalaust að taka hina og þessa í aukatíma í stærðfræði og get alls ekki sagt nei við slíkri beiðni. Ég reyndar alveg til í að eiga Nathan líka sameiginlegan með Haily í OTH, en verð víst að láta starfið duga í bili.

Annars dreymir mig mest um að flytja þessa dagana. Vandamálið er bara að ég get ekki gert upp við mig hvort ég eigi að flytja aftur í 101 eða suður á bóginn í sólina. Uhm... kannist við vandamálið??

Við mæðgurnar erum búnar að vera veikar sitt á hvað síðustu daga og orðnar frekar leiðar hvor á annarri og hlökkum mikið til að komast út á meðal fólks (við flokkumst ekki undir það þessa stunduna) sem vonandi verður strax á morgun.

Ég ætla að gera mitt besta til að vera dugleg að skrifa og setja inn t.d. skemmtilega stærðfræðilinka o.s.frv. en endilega ef þið getið deilt einhverju sniðugu með mér látið mig vita.

Bless í bili (þá meina ég lokað, bundið bil skilgreint frá -óendanlegu til óendalegs sem varpast í [-1,1]

Bagga sæta;)

Ps. Einn í lokin...

Einu sinni voru tvö 0 á ferð í eyðimörkinni. Sólin skein og hvergi var vatnsdropa að fá. Grey 0-in voru aðframkomin og gátu varla drattast úr sporunum. Allt í einu skoppar glaðleg 8 framhjá þeim. 0-in snéru sig alveg úr hálsmálinu, litu hvort á annað, hristu hausinn og svo sagði annað, ég skil ekki hvernig þau fara að þessu... í þessum hita;)


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera farin að blogga. Gaman að þessu og í dag ætla ég að mæla með að þú farir suður á bóginn í stað 101. Vá hvað væri æðislegt að búa í aðeins meiri hita. Kæmi pottþétt að heimsækja þig;)

Hafdís

Hafdís (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband