Ef ég væri ógeðslega rík...

... byrjaði ég á því að kaupa mér nýjan bíl, Lexus, BMW, Infinity, Audi eða Nissan Murano, jafnvel tvo eða þrjá. Þegar því væri lokið réði ég þýðendur og þýddi bréfið frá krabbameinsfélaginu yfir á þau tungumál sem konur landsins tala og sendi þeim bréf, þar sem útskýrt væri mikilvægi þess að fara í skoðun auk þess sem það yrði gjaldfrjálst. Ég gerði samning við Krabbameinsfélagið og styrkti það til að þær konur sem ekki eiga þess kost að greiða gjaldið fengju skoðunina fría.

Næst myndi ég gefa viðbyggingu við BUGL auk fjár sem nýtast ætti við launakostnað og viðhald eignarinnar næstu árin. Ég myndi splæsa í eitt meðferðarheimili fyrir unglinga, jafnvel stækkun á Stuðlum.

Hvað félagsmálin varðar þá myndi ég stofna sjóð til styrktar fátækum börnum svo að þau fái notið sömu tækifæra hvað varðar íþróttir, tónlist og aðrar tómstundir.

Já ég held ég byrjaði á þessu.

En þar sem ég er ekki rík verð ég að láta nægja að styrkja góð málefni með þúsundkalli hér og þúsund kalli þar og keyra um á Ford Fiesta;)


Þvílíkur viðbjóður...

Stundum fallast manni alveg hendur. Nógu ógeðslegt er að lesa þessa frétt hér á Mbl.is, en ég heyrði hana líka í útvarpinu fyrr í dag. Þar voru nákvæmari lýsingar á brotum mannsins og m.a. það að hann hafi ítrekað brotið gegn dóttur sinni á níunda áratuginum. Var hann dæmdur í 15 mánaða fangelsi ´91 fyrir þessu ítrekuðu grófu kynferðisbrot. Ekki kom fram í fréttinni hvort maðurinn hafi þá fengið skilorðsbundinn dóm eða ekki. Ég skil þetta ekki. Ég verð bara að viðurkenna það. Í fyrsta lagi skil ég ekki hvernig þessi maður, faðir stúlkunnar, getur enn þá fengið að vera í sambandi við hana. Stúlkan hlýtur að hafa forráðamann sem gætir hagsmuna hennar. Faðirinn hlýtur með framferði sínu hér áður fyrr að hafa fyrirgert öllum rétti til samskipta við stúlkuna. Mér finnst einhvern veginn að við hljótum að eiga að geta komið í veg fyrir að þessir viðbjóðslegu, mannskemmandi atburðir geti hent sömu manneskjuna ítrekað af hendi sama manns. Hvað þá þegar um er að ræða manneskju sem erfitt á með að bera hönd fyrir höfuð sér. Mér finnst samfélagið bera ábyrgð þegar um er að ræða skerta einstaklinga. Við hljótum að geta komið í veg fyrir svona hryllilega atburði. Ég held að ekkert geri mig eins reiða og vanmáttuga þegar ég heyri dóma í kynferðismálum. Mikið vildi ég óska þess að næsti dómsmálaráðherra væri áhugamaður um þessi mál og gerði sitt til að refsiramminn væri nýttur til fulls. Nokkuð ljóst er að ekki dugir að loka þessa menn inni í nokkra mánuði, hvað þá að setja á þá skilorðsbundinn dóm. Það er hreinlega til skammar.

Um leið og ég fjargviðrast yfir þessu langar mig að þakka Blátt áfram fyrir frábært og óeigingjarnt framlag til forvarna í kynferðisbrotamálum. Ég og dóttir mín litla lesum "Minn einkastað" og getum í kjölfarið spjallað saman um hvað má og hvað ekki gera við minn einkastað. Bókin gefur foreldrum umræðugrundvöll til að ræða þessi mál við börn sín.


mbl.is Dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Júbbilí...

Back in the blog worldSmile Jæja, þá er annasamasta tímabili ársins lokið (vonandi). Samræmdu lokið... á eftir að segja skoðun mína á þeim... ferðalagi 10. bekkinga lokið (gekk rosalega vel... yndislegustu unglingar landsins í Laugarnesinu;)... ég búin með skólann og ná í mastersgráðuna mína... púff ég verð bara þreytt á að telja þetta allt upp. Til að halda upp á þessa merku áfanga og þá staðreynd að ég á 15 ára stúdents afmæli (ótrúúúúlegt, þessi unga kona!!) skellti ég mér á stúdentafagnað Verslunarskólans. Til að byrja með hittust 15 og 20 ára árgangarnir í fordrykk í Golfskálanum í Grafarholti (sem mér tókst að finna, Jibbí), þar var allt dannað og fínt. Okkur vinkonunum datt í hug að "spice-a" drykkina til að fá smá stuð í liðið en ákváðum svo að innan um alla þessa lögmenn væri það ekki besta hugmyndin svo við skelltum okkur í bíltúr og skoðuðum eða leituðum uppi stöðuvötn á stór Reykjavíkursvæðinu. Þegar þau voru fundin lá leiðin í Gullhamra þar sem allir afmælisárgangarnir hittust. Það má með sanni segja að þar hafi verið saman kominn ótrúlegur fjöldi af fallegu og flottu fólki. Björgólfarnir áttu afmæli með okkur en þar sem þeir gátu ekki verið með okkur sendu þeir fólkinu og skólanum góðar kveðjur og buðu upp á fordrykk (helst til margir fordrykkir á einum degi:) Maturinn var fínn, dádýrasteikin sínu best. Mikið var sungið og litlu börnin sem nú eru í skólanum sýndu okkur atriði úr Nemendamótssýningunni sinni "sextán" og stóðu sig með stakri prýði. Skemmtilegast var náttúrulega að hitta gömlu bekkjarfélagana, fá fréttir og hlæja saman aftur.

P.s. Boston legal... tær snilld;)


Það er svooooo erfitt að vera fullkomin...

...hef ég heyrt. Mikið er ég nú fegin að það hrjáir mig ekki ofan á allt annað. Undanfarið hef ég verið í svolítilli naflaskoðun (kannski pre-midlife crises;) og komst m.a. að því að ég er haldin söfnunaráráttu. Ekki er nóg með það að ég sé haldin meðvitaðri söfnunaráráttu, sem ég kýs að kalla að hafa gaman að af því að safna, heldur virðist ég gera það ómeðvitað líka. Þetta byrjaði svo sem allt ósköp sakleysislega. Ég byrjaði að safna frímerkjum, glansmyndum, sérvéttum og slíku dóti sem stelpur safna oft, en ég óx ekki upp úr því. Ég fór að safna bollastellum, það tók frekar mikið pláss, svo ég fór að safna stökum bollum og kisustyttum og swarowski kristal og antík munum og þjóðbúningadúkkum og fingurbjörgum og skjaldbökum og ýmsu smádóti í smáhlutahillur (sem ég á orðið 3 af í dag), tók eitt stutt englatímabil. Já, þetta eru meðvituðu söfnin mín sem ég vanda vel til og vel hvern hlut af kostgæfni í. Reyndar nýbyrjuð í smá hafmeyjuþema...

Jæja eitt af því sem naflaskoðunin leiddi í ljós var að það er allt of mikið af dóti í kringum mig. Ég á t.d. óheyrilegt safn af kiljum, bæði innlendum og erlendum og uppskriftir í tonnavís, margra ára safn af Gestgjafa sem hefur samviskusamlega verið raðað ólesnum í gáma. Allt sem ég hef nokkurn tímann skrifað geymi ég, þó svo að öll verkefni síðustu ára séu til á tölvutæku. Í eldhúsið kemst ekki meira af áhöldum, því þegar ég kaupi eða fæ nýtt hendi ég aldrei neinu, jafnvel þó að það sé til mín komið frá fyrstu búskaparárum móður minnar og eigi frekar heima á safni en í eldhúsi 21. aldarinnar. Og fötin mar... ég á föt síðan ég var unglingur, tískan fer í hringi en ég er dulítið bjartsýn með að ég komist nokkurn tímann í þetta aftur, en það gæti verið að Fanney vilji þetta... eða hvað... svo ég tali ekki um fylgihlutasafnið... töskur, belti, skór, bling, ég á tísku síðastliðinna 20 ára.

Ég hef ættingja mína grunaða um að hringja í mig þegar þeir nenna ekki í Sorpu, miklu styttra og betra að fara bara með dótið til Bjargar. Ég fæ nefnilega sting fyrir hjartað... "hvað segirðu... gömul kista, vegalaus... jú, jú komdu bara með hana til mín". Þannig er nú komið að heimili mitt líkist helst munaðarleysingjahæli úrsérgenginna hluta og ég hef ekki pláss fyrir nokkurn skapaðan hlut. Tvennt er í stöðunni... Kaupa stærri íbúð svo hver hlutur fái sinn lögskipaða fermetrafjöld eða... grisja. Þar sem ég er í námi er fyrri kosturinn ekki fyrir hendi svo ég verð að grisja. Ég hóf verkið í dag og fyllti 2 svarta ruslapoka af uppskriftum og gömlu skóladóti, sem ég væri búin að henda ef ég gæti lyft pokunum.

Naflaskoðunin leiddi nefnilega annað mikilvægt í ljós, sem ég reyndar hef vitað lengi og hummað fram af mér... Mig langar aftur í bæinn. Það er ekkert flókið. Ég er Miðbæjarrotta með stóru M-i. Ég fór meira að segja að skoða íbúð á Klapparstígnum í dag. Komst að því að fasteignasalar hafa ekkert breyst með það að fegra hlutina og láta þá lesast miklu betur en þeir líta út. Málið er bara og ástæða þess að ég lét dótið vaða í pokana að íbúðir á draumasvæðinu eru miklu dýrari og ég verð að fara í minni íbúð ætli ég aftur í bæinn. Svo nú er það bara henda henda henda.


Menningarverðmæti

Ég fór á rúntinn eftir bíó á miðvikudagskvöldið. Andrúmsloftið í miðbænum var magnað. Hálfgert mistur var yfir bænum, gula lögguteipið í Lækjargötu og á ofanverðum Laugaveginum, löggur um allt. Það hefði ekki komið mér á óvart að sjá fólk bera vörur út úr verslununum, þannig var stemningin rafmögnuð.

husÍ kjölfar brunans hefur umræðan spunnist um uppbyggingu svæðisins sem brann. Margir vilja að Austurstræti 22 verði byggt aftur í upprunalegri mynd enda ómetanlegt menningarverðmæti. Þarna bjó jú Jörundur Hundadagakonungur, þannig að húsið hefur mikilvægan sess í sögu Íslendinga. Mér finnst svo undarlegt hvernig við Íslendingar komum fram við þessi menningarverðmæti okkar. Mér finnst ekki við hæfi að sögufræg hús séu notuð undir öldurhúsastarfsemi. Þannig hefur það nú samt oft verið. DUUS-hús og Fógetinn voru skemmtistaðir. Þau hús hafa nú verið gerð upp og eru miðbænum til sóma. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Verði Austurstræti 22 byggt aftur í upprunalegri mynd, gæti verið hægt að hafa þar safn og jafnvel kaffihús á daginn. Það er alveg kominn tími á að ákveðið verði hvernig miðbær Reykjavíkur á að vera, hvaða þjónusta þar á að vera o.s.frv. Mér finnst komið að því að Reykjavík verði eins og svo margar aðrar borgir og bæir.  Í miðbænum verða kaffihús og krár, kannski opnar til eitt og svo næturklúbbar og dansstaðir í úthverfunum. Á þann hátt gengur betur að vernda bæinn auk þess sem mesta næturstarfsemin yrði flutt úr íbúðarhverfi, sem miðbærinn svo sannarlega er. Á þann hátt gætum við gert elsta hluta Reykjavíkur að þeim menningarstað sem hann á sögulegan hátt er.


KR... langflottastir...

... og rúlla upp Suðurnesjunum;) Það er skammt stórverka á milli hjá Reykvíska stórveldinu. Síðasta mánudag urðu Kr-ingar Íslandsmeistarar í meistaradeild karla í Körfuknattleik. Í dag bættu KR-ingar öðrum titli í safnið þegar þeir unnu Keflavík og urðu Íslandsmeistarar drengja í Körfuknattleik. Áfram KR!!

kr

 

Og þessir KR-ingar eru langflottastir;)


Líf án áfengis

Ég spái stundum í það hvernig lífið væri ef ekki væri til áfengi og hvaða áhrif það hefði á mitt líf. Góðu áhrifin væru kannski þau að næturhringingum um helgar fækkaði, minna yrði frussað á mig og í eyra mér þegar ég hætti mér út á skemmtistaðina, auk þess sem bruna- og áfengisblettum fækkaði í fötum mínum. Ég er samt hrædd um að ýmis konar ástar- og væntumþykjujátningum fækkaði sem og að ég vissi ekki leyndarmál jafnmargra (sem reyndar er kostur þó mér þyki gaman að vita hverjum vinkonur mínar lentu...:) Jákvæðu áhrifin væru m.a. þau að ég gæti farið í morgungöngu með dóttur minni í miðbænum og gefið öndunum á tjörninni án þess að hnjóta um flöskur og eiga það á hættu að lenda í hlandpolli. Það er svo margt sem mannskepnan gerir undir áhrifum áfengis sem ekki hvarflaði að henni án þeirra. Ég er viss um að lífið yrði aðeins auðveldara ef vínsins nyti ekki við.

Annað sem mér finnst undarlegt við vínmenningu landans er það að einhvern veginn virðist það vera þannig sem allir þurfi að drekka og byrja einhvern tímann á því. Það þykir undarlegt ef einhver drekkur ekki. Það er eins og það sé hluti af þroskaferlinu (sem í sjálfu sér er fáranlegt því drykkja hægir á þroska) og sjálfsagt að drekka. Krakkar fermast og taka þá ákvörðun um það hvort þau ætli að taka þátt í þjóðkirkjunni. Þau fá langan og góðan undirbúning og velja svo (reyndar helst til ung, en anyways...) Ekkert slíkt er með drykkjuna. Væri ekki ráð að krakkar fengju fræðslu um hvað það felur í sér að drekka, hverjir eru kostirnir og gallarnir, í rauninni hvað þú ert að fara út í þegar þú byrjar að drekka. Ég veit ekki hversu oft nemendur mínir hafa spurt mig "Hvað varst þú gömul þegar þú byrjaðir að drekka?" Það hvarlar ekki að einum einasta að ég hafi aldrei drukkið. Það þykir bara jafn sjálfsagt og að taka bílpróf. Það er eins og að á ákveðnum tímapunkti í lífinu sé það nauðsynlegt að byrja að drekka. Kannski er þetta ekkert sér íslenskt fyrirbrygði en engu að síður finnst mér vel þess virði að spá í það. Það er ekkert lögmál að byrja að drekka. Allir þeir sem þekkja áfengisvandmál af eigin raun, sama hvort það er persónulegt eða einhver nákominn, vita að það er tekin heilmikil áhætta með því að kjósa að drekka. Það er náttúrulega bara hægt að ypta öxlum og segja að það séu bara alkarnir sem koma óorði á áfengið og skála svo. Áhrifin eru bara svo víðtæk, fyrir hvern áfengissjúkling eru kannski 10 manns nákomnir honum sem sjúkdómurinn hefur áhrif á, ef ekki fleiri. Margföldunaráhrifin eru gífurleg svo að skaðsemi áfengis kemur víða við, ekki bara hjá þeim sem neytir heldur mörgum saklausum líka.


mbl.is Ölæði þolanda og geranda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem má og ekki má gantast með...

Það er svo misjafnt hvað fer fyrir brjóstið á fólki. Stundum er það menningarbundið, stundum er það persónubundið. Ég sá nokkra þætti af "Fyndnasti maður Íslands" og þar virtist það vera sem að kynlíf og samskipti kynjanna á því sviði væri það heitasta til að gantast með í dag. Eins og reyndar hefur verið um áraraðir. Það er ótrúlegt hvað hægt er að hlæja og grínast með þetta háalvarlega málefni, sérstaklega þar sem enginn sem tekur þátt í því vill vera fyndinn, og þaðan af síður hlægilegur meðan á sjálfri athöfninni stendur. 
Það er alveg hárfín lína sem þarf að feta til að grínið verði ekki dónaskapur. Ég held líka að spilað sé með þá tilhneygingu margra að hlæja þegar þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Svipað var uppi á teningnum með Borat... hann fetaði þessa fínu línu í ádeilu sinni. Ég held t.d. að enginn muni nokkurn tímann gleyma atriðinu með allsberu köllunum í slagsmálunum, aha bossaatriðið.
Grín er hægt að nota til að vekja tala um eða vekja máls á viðkvæmum eða vandræðalegum málefnum. Er þá stundum talað undir rós... t.d. þegar Rósa frænka er í heimsókn, eða alls konar djók um rækjur og viagra.

Líka má nota grín til að ná athygli. Margir urðu slegnir yfir fréttinni um árásina á manninn í hjólastólnum. Kom on.. eru örykjar ekki alltaf talandi um jafnrétti... má þá ekki lemja þá eins og aðra... puh... ég er bara ánægð með glæpa- og ofbeldismenn sem stíga skrefið til fulls og mismuna ekki manneskjum eftir líkamlegu atgervi. Djók.. en það er alveg með ólíkindum hvað maður nær góðri athygli með yfirlýsingum eins og þessari... öll kennarastofan bara steinþagnar... Gæta þess einungis að segja Djók á eftir.

p.s. auðvitað er ég yfir mig hneyksluð á framferði þess sem lamdi manninn í hjólastólnum.


Líf að loknum samræmdu...ef maður fellur...

Nú fer óðum að styttast í samræmdu prófin, þessi árvissi viðburður þar sem unglingar í 10. bekk leggja allan sinn grunnskólalærdóm undir og treysta svo á guð og lukkuna (eða ótal aukatíma í apríl hafi letin verið við lýði í vetur). Samræmda svipan hefur óspart verið munduð í vetur og mestallur tími skólans fer í að þjálfa nemendur sem best undir þetta blessaða próf. Nú er það þannig að unglingum eins og öðru fólki gengur misvel að taka próf, ýmislegt getur legið þar að baki. Einhvern veginn hefur þróunin verið sú að samræmdu prófin eru álitin einhvers konar gáfna- og velferðarmælikvarði. Foreldrar og börn eru með hjartað í buxunum og allt snýst um að ná. Lífinu lýkur ekki þó að einhver falli á samræmdu prófunum. Margir skólar bjóða fornámsbraut, þegar henni er lokið er hægt að skipta um skóla sé vilji nemenda að fara í annan skóla. Það eru ekki allir eins, sumir hafa prófkvíða, aðrir eru "late bloomers", sumir fá kæruleysiskast á versta tíma... ýmislegt getur legið að baki, það er samt ekki sagt að þessu fólki muni ekki vegna vel í lífinu. Hver man eftir 10 ár hvort einhver fór fyrst á fornámsbraut eða ekki. Hvaða máli skiptir það, eða hvort maður fékk 6 eða 8 á samræmda í dönsku, þegar einhver er orðinn tæknifræðingur eða verkfræðingur, aðstoðarmaður tannlæknis, frægur söngvari eða hvað það er sem hugurinn stendur til hvort viðkomandi féll í samfélagsfræði í fyrstu umferð.
Mín skoðun er reyndar sú að samræmd próf eigi ekki að taka í grunnskólum. Mér finnst eðlilegra að framhaldskólarnir haldi sjálfir sín inntökupróf og geti þá haft prófin misjöfn eftir því á hvaða braut nemendur kjósa að fara. Óski þeir síðan að skipta um braut geta þeir þá tekið stöðupróf, og ef þeir standast ekki þá geta þeir tekið frumnám eða upprifjunarnámskeið eða eitthvað í þá áttina.
Grunnskólarnir geta þá frekar sérhæft sig á eldri stigum og boðið upp á brautir þar sem nemendur geta lagt áherslu á það sem hugurinn stendur til. Það er alveg óþarfi að móta alla í sama mót, eða eins og staðan er í dag að reyna að troða öllum í sama mótið. Það er hálf fáranlegt að vera endalaust að tala um hinar ýmsu tegundir greinda, vitna í Garner og vera svalur, og mæla svo alla eftir sömu mælistiku. Við eigum að fagna því að allir eru ekki eins og leyfa hverjum og einum að njóta sín og upplifa sigur.
Lífið stendur ekki og fellur með samræmdu.


Of gömul til að annast barn...

... Aldrei, það er mín skoðun. Ég lenti í ansi skemmtilegri umræðu í dag. Við sátum nokkrar konur saman, á aldrinum 30 -60  ára. Við vorum að ræða tæknifrjóvgun og ættleiðingar. Ein vinkona mín, rúmlega 50, segir hvað henni leiðist að hafa misst af lestinni þegar einhleypum konum var gert kleift að ættleiða börn og nokkrar konur fóru til Kína og ættleiddu litlar stúlkur. Ég sagði henni að hún hefði bara alls ekkert misst af lestinni, hún gæti alveg sótt um að ættleiða. Upphófst þá umræða um aldur mæðra... Sumum þeim eldri í hópnum fannst þetta ekki góð hugmynd. Alls ekki aðlaðandi að hugsa um ungling komin hátt á sjötugs aldurinn. Mér finnst það ekkert mál, í fyrsta lagi er það undantekning að erfitt sé að ala upp unglinga og í öðru lagi þá getur fólk lifað vel og lengi, sérstaklega þegar það hugsar vel um heilsuna. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að fólk um fimmtugt sem hefur komið sér vel fyrir og hefur góðan tíma geti ekki átt barn, sama hvort það er náttúruegu leiðina (það er nú reyndar auðveldara fyrir karla;) eða ættleitt. Ég er þeirrar skoðunar að þegar góðhjörtuð manneskja vill hugsa um aðra þá sé það af hinu góða. Ég ætla að halda áfram að hvetja hana vinkonu mína til að láta drauminn rætast og ættleiða. Það mun gleðja og bæta líf tveggja manneskna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband