Á að lækka verð á áfengi...

... já endilega, það er ekkert á Íslandi sem jafnmikil þörf er á að lækka verð á eins og áfengi... Hvaða rugl er þetta. Var samfylkingin virkilega í 12 ár í stjórnarandstöðu og notar nú tækifærið loksins til að styðja Sjálfstæðisflokkinn í þessu rugli. Ég sá í Kastljósinu í fyrrakvöld þegar Ágúst Ólafur samfylkingunni og áfengisráðgjafi að nafni Hörður voru að ræða þessi mál.

Ágúst Ólafur lagði mikla áherslu á að við ættum að fylgja öðrum Evrópuríkjum í málefnum sem snerta sölu á áfengi. Eigum við ekki frekar að fylgja þeim í verði á matvöru?? Mér þætti það nú gáfulegra. Ágúst Ólafur benti einnig á þann fjölda Íslendinga sem farið hefur í meðferð og væri það hlutfall þjóðarinnar meira en annars staðar. Gæti það ekki verið vegna þess að meðferð er ókeypis á Íslandi og tiltölulega auðvelt að komast í hana. Ég er alveg viss um að þeim fækkar sem fara í meðferð þegar verð á áfengi lækkar og auðveldara verður að nálgast það...not...

Ég skil þetta ekki alveg. Mér finnst margt frekar þarfnast lækkunar í íslensku þjóðfélagi heldur en áfengi. Áfengi er munaðarvara, ekki nauðsynjavara. Matvæli, lyf, barnavörur... væri ekki nær að lækka verð á þessum vöruflokkum. Þeir eru einnig ódýrari í löndunum í kringum okkur.

Ágúst Ólafur talaði um að auka þyrfti forvarnir. Það er alveg sama hversu miklar forvarnir eru, það er auðveldara að passa að barnið detti ekki ofan í brunninn ef hann er lokaður. Ef fara á að selja áfengi í matvöruverslunum skil ég ekki hvernig á að koma í veg fyrir að unglingarnir sem vinna það selji öðrum unglingum áfengi eins og þeir gera með sígaretturnar í dag. Og því ódýrara sem það er því auðveldara er að eiga fyrir því.

Ég man nú eftir því í gamla daga þegar maður var að fara í fyrsta sinn til Spánar og sá heilu og hálfu gangana í matvöruverslunum fulla af áfengi, mjög ódýru áfengi. Þá var ekki verið að kaupa eina og eina rauðvínsflösku til að njóta með kvöldmatnum... nei.

Ég skil ekki alveg hvað málið er. Hvað er að því að þurfa aðeins að hugsa fram í tímann. Áfengisverslanir eru út um allan bæ og mikið búið að rýmka afgreiðslutíma þeirra, þannig að ekki er erfitt að verða sér úti um flösku þegar þarf. Ágúst Ólafur minntist líka á verslanirnar sem selja vörur til áfengisgerðar eins og þær væru af hinu slæma. Ef fólk langar að búa sjálft til vínið sitt er það þá ekki í lagi. Sumir vefja líka sígaretturnar sínar.

og fyrst ég er byrjuð að tala um sígarettur þá veit ég um eitt sem mér þætti vænt um að lækkaði frekar en áfengið... Nicotintyggjó... það er jafndýrt að tyggja og að reykja... ekki það að ávinningurinn sé nægur við að hætta að reykja þegar litið er heilsunnar og hreinna umhverfis. En miðað við hve mikið það á að spara ríkinu að reykja ekki mætti alveg greiða aðeins niður nicotínvörurnar, alla vega frekar en áfengið.


Geyma, gefa, henda...

Þessi þrjú orð eiga vel við þegar farið er í gegnum eigur sínar. Ég hef alltaf verið svona "geyma"týpa og á þ.a.l. allt. Það mætti helst halda að ég hefði einhvern tímann búið við skort, svo illa er mér við að láta nokkurn hlut frá mér. Ég safna alls konar plastdöllum, t.d. undan ís, og öllum teygjum, bréfaklemmum, blöðum o.s.frv. sem ég kemst í. Nokkuð ljóst má vera þar sem ég geymi svona "einskisnýta" hluti í þeirri fullvissu að ég muni þarfnast þeirra einn daginn, að ég geymi allt sem einhvern tímann hefur verið verðmætt eða haft tilfinningalegt gildi.

Á sl. 7 árum hef ég flutt þrisvar sinnum. Í geymslunni hjá mér eru enn kassar sem merktir eru "Björg-geymsla" frá því ég flutti í fyrsta sinn 19 ára gömul. Nú er ég að fara að flytja eina ferðina enn. Ég ákvað af því tilefni að taka til í geymslunni minni og sleppa allri tilfinningasemi. Ég fór í gegnum barnafötin (reyndar þriðja umferð), það var erfitt, hélt eftir uppáhaldsfötum, og tókst að koma þeim úr 4 ferðatöskum í eina. Ég fékk alveg tár í augun þegar ég fór í gegnum litlu skóna hennar dóttur minnar, hélt eftir þeim fyrstu, bleikum leðurskóm nr. 16, fór svo með möntru... "mér þykir alveg jafnvænt um dóttur mína þó ég gefi...." nike skó nr. 18, minnstu stígvél sem hægt var að kaupa á Íslandi...

Svo var komið að skóladótinu. Ég átti í möppum hvert einasta blað sem ég hef skrifað og fengið frá því ég var í grunnskóla. Það var undarleg tilfinning að standa fyrir ofan gáminn "sem étur" og horfa á eftir Hvassóárunum, Verslóárunum, Kennóárunum, HR-árunum, renna ofan í kjaftinn á ruslaskrímslinu. Ég verð nú að viðurkenna að ég hélt eftir nokkrum vel völdum ritgerðum til minningar um skólaárin, það er alveg nóg.

Það er alveg ótrúlega góð tilfinning að fara svona i gegnum dótið sitt. Halda því eftir sem vert er að halda og losa sig við sitt. Bæði er góð tilfinning að vita að einhverjir aðrir geti nú kannski notið fatanna og dótsins sem ég nota ekki lengur, og líka það t.d. að komast að því að það er gluggi á geymslunni og sjá hvernig gólfið er á litinn. Ég verð líka í hreinskilni að viðurkenna að ég legg víst nóg á ættingja og vini með að flytja dótið úr íbúðinni minni þó að ekki bætist við 30 kassar úr geymslunni og hellingur af hálfónýtum húsgögnum.

Nýja mottóið mitt er... gefa, henda, geyma... smá;)


Home sweet home...

jæja, þá er ég komin heim og nokkuð síðan. Ég hef ekki fundið "andann" koma yfir mig til að skrifa neitt af viti síðan ég kom heim. Ég er ekki ein af þeim sem finnst gaman að koma heim. Þegar við vorum að lenda aðfararnótt mánudagsins 2. júlí var grátt yfir og fannst mér mjög ljóðrænt að renna inn í gráan hversdagsleikann að nýju. Ég verð pínu sorgmædd að koma heim, finnst leiðinlegt að eitthvað sem ég hef hlakkað mikið til sé búið. Reyndar var ferðin mjög fín og áttum við mæðgur skemmtilegan tíma á Lanzarote í góðra vina hópi. Bæði hittum við gamla vini og eignuðumst slatta af nýjum.

Ekki það að við taki rólegheit og afslappelsi þegar heim er komið. Ég afrekaði það að kaupa og selja íbúð meðan ég var í útlöndum (reyndar með dyggri aðstoð Fanneyjar systur;) svo nú er ég á fullu að pakka. Flyt í Hafnarfjörð um miðjan ágúst. Bara allt að gerast... Flytja, skipta um vinnu... Einhver sagði einhvern tímann að góðir hlutir gerðust hægt. Ég vona að andstæðan eigi ekki við, þ.e. að þeir hlutir sem gerast hratt séu ekki góðir. Reyndar á það við um flest í mínu lífi, það gerist mjög hratt;) Ég hlakka mikið til að flytja. Fæ alveg geggjað útsýni. Allt annað en hryllingsveggurinn hér fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér. Á nýja staðnum mun ég njóta morgunskaffisins og horfa yfir Garðabæ, Kópavog og Reykjavík. Þegar ég er í sólbaði horfi ég yfir Hafnarfjörðinn. Ekki slæmt! Svo er ég líka rosalega ánægð með þjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Dóttir mín strax komin með pláss á leikskóla og getur farið í Karateskóla án þess að ég þurfi að greiða krónu. Frábært.


Fréttaskot... Lanzarote...

Dagarnir lída og nú hofum vid verid í sólinni í rúmlega viku. Vid héldum 17. júní hátídlegan tvisvar. Fyrst tann 15. tar sem allir Íslendingarnir á eynni komu saman og bordudu rosagódan mat. Tann 17. fognudum vid maedgurnar med gomlum og nýjum vinum og fórum út ad borda í tilefni dagsins. Vid fengum ekta 17. júní fíling... tad rigndi. Reyndar voru tad bara nokkrir dropar og stytti fljótt upp, en samt... just like home;)

Vid leigdum bíl og rúntudum um eyjuna. Lanzarote er mjog lítil eyja og haegt ad fara hana alla á dagsparti. Eyjan er mjog falleg og ad miklu leyti laus vid túrismann, nema rétt hérna vid strandirnar sunnan meginn. Í tessari viku er stefnan tekin á dýragard og vatnsleikjagard.

Tetta er voda ljúft líf. Hver dagur odrum líkur vid sundlaugina. Mikid er um ad vera fyrir jr. svo hún undir sér mjog vel.

Tangad til naest....

Bagga frekna;)


Lanzarote, fjolskylduparadís...

Vid maedgurnar erum nú loksins komnar í sólina. Sú eldri búin ad ganga í gegnum pakkann, eda: vilja gleypa sólina, brenna, fara í verslunarferd tví hún var brunnin og gat ekki verid í sólinni, ordin fín aftur og passar sig rosalega vel;) Lanzarote stendur vel undir nafni sem Fjolskylduparadís. Kíkid bara http://sumarferdir.is/lanzarote/ 
mynd02Mynd af hóteli

Hér er allt úr gardi gert til ad allir medlimimir fjolskyldunnar geti notid sólarinnar áhyggjulausir (bara muna ad bera á sig). Allt umhverfi er mjog fallegt og hreint og innfaeddir vingjarnlegir og hjálplegir. Vid erum búin ad rúnta um eyjuna. Allur hringurinn tekur ekki nema c.a. 3 tíma. Landslagid er vída stórbrotid og gaman ad keyra um litla spaenska fjallabaei, tó med ólíkindum sé hvernig haegt er ad hafa tvístefnu á rétt rúmlega metersbreidum gotum. Kannski gengur tad betur tví enginn er á jeppum (tetta maettu midbaejargestir i Rvk einnig taka sér til fyrirmyndar).

Okkur lídur s.s. bara mjog vel og erum hér í gódu yfirlaeti. SF búin ad eignast fullt af vinum og leikur sér vid laugina daginn út og daginn inn og býdur í náttfatapartý á kvoldin.


Less than twenty something...

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að meðalaldur starfsmanna margra stórverslana hefur stór lækkað á undanförnum árum. Vissulega unnum við líka í Hagkaup, en við hlið okkar var engu að síður fólk með mikla reynslu sem deildi henni með okkur.

Stundum þegar maður á samskipti við unga afgreiðslumenn og konur koma upp skemmtileg atvik...

...Dag einn ákvað ég að elda grjónagraut og vantaði kanilstangir og lifrarpylsu. Ég skrapp í Bónus á Laugaveginum og fann fljótt lifrarpysluna. Hvernig sem ég leitaði fann ég hvergi kanilstangirnar. Ég leitaði því ásjár fræsins (fræ=ung manneskja sem á framtíðina fyrir sér) á kassanum. Ég spyr drenginn á kassanum hvar ég finni umræddar kanilstangir. Ungi drengurinn horfir á mig smá stund og segir svo brosandi..."nei, nei... kanill er ekki stangir, kanill er duft". Ekki fékk ég kanilstangirnar í þeirri ferð. Svona fyrir þá sem ekki vita þá er kanilduftið malað úr stöngunum;)

Einn samkennari minn er að gera upp hjá sér eldhúsið og hefur sér til aðstoðar smið. Smiðinn vantaði terpentínu og sendi samkennarann sökum skammrar vegalengdar út í Olís. Kennarinn fékk þau fyrirmæli að kaupa terpentínu eða white spirit. Við afgreiðsluborðið í Olís var ung stúlka. Kennarinn spyr hvort þau eigi ekki terpentínu eða white spirit. Stúlkan hugsar sig um en neitar svo. Kennaranum er nett brugðið og segir "jú, eigið þið ekki terpentínu eða white spirit." Stúlkan neitar aftur og segir "nei, við seljum ekki svoleiðis súkkulaði".

Ég ætti kannski frekar að setja þessar sögur á Barnaland;)


Réttur til bóta...

Ég hlustaði á útvarpið í morgun. Meðal þess sem rætt var um var há tíðni skilnaðar á Íslandi. Þess til skýringar var m.a. sú staðreynd að margir "skilja á pappírum" til þess að fá hærri barnabætur og þá aðstoð sem einstæðum foreldrum er ætluð.

Mér finnst oft í umræðunni á Íslandi að fólk telji sig eiga rétt á hinu og þessu. Það virðist alveg gleyma því til hvers þessar og hinar bætur eru. Það er nokkuð ljóst að yfirleitt er erfiðara fyrir einn einstakling að reka heimili heldur en tvo. Margir kostnaðarliðir eru þeir sömu hvort sem um er að ræða einn rekstaraðila heimilis eða tvo, s.s. hiti, rafmagn, fasteignagjöld o.s.frv. Bætur eru þess vegna hugsaðar til að auðvelda einum að reka heimili. Barnabæturnar eru auk þess tekjutengdar þannig að ef tveir foreldrar hafa til samans lægri tekjur heldur en eitt einstætt þá fá þeir hærri barnabætur.

Mér finnst líka svolítil (eða jafnvel heilmikil) tilætlunarsemi að ætlast til að ríkið eða sveitarfélagið reki eða sjái fyrir fjölskyldu manns. Þegar þannig er litið á málið verður líka að hugsa til þess hvaðan ríki og sveitarfélög fá peninga. Það eru þá skattpeningar annarra sem fara í umönnina. Finnst fólki í alvörunni alveg sjálfsagt að annað fólk sjái fyrir því og fjölskyldu þess??

Þeir sem eru í sambúð eða giftir og kvarta yfir því að fá ekki sömu ívilnar og einstæðir, gleyma því að þeir sitja ekki við sama borð og einstæðir. Finnist þeim erfitt að standa í þessu tveir, þá ættu þeir að prófa það einir. Fólk verður bara að sníða sér stakk eftir vexti.

Svolítið dómhörð???????????


Atvinnubótavinna??

Ég velti því stundum fyrir mér hvort borgin standi fyrir atvinnubótavinnu. Hér fyrir utan hjá mér reis stærðarinnar riðjárnsveggur. Hann þjónar sínu hlutverki ágætlega. Þegar veggurinn var risinn var hafist handa við að gera svæðið fyrir framan hann snyrtilegt og fínt. Steyptur var kantur í c.a. meters fjarlægð frá veggnum, lagður göngustígur og svo sett mold (og vonandi verða gróðursett þétt og falleg tré sem hylja vegginn. Nema hvað... nú hefði ég haldið að kominn væri tími á gróðursetningu í moldinni, en nei. Nú eru borgarstarfsmenn að rífa niður kantinn sem þeir settu upp ekki alls fyrir löngu. Ég spyr mig... er engin fyrirhyggja í plönum borgarinnar?? Er peningum okkar borgarbúa ekki betur varið í annað en að steypa og rífa niður gangstéttarkanta??

Hugmynd: Væri kannski hægt að ljúka lóðinni við Laugalækjarskóla... skólinn er nú orðinn nokkurra tuga ára gamall og enn með ókláraða lóð...


Lífræn og vistvæn sláttuvél...

Við mægurnar skruppum í smá bíltúr í gær. Út um gluggann sáum við m.a. fólk að viðra hunda og ketti á hlaupum. Upphófst þá enn ein umræðan um gæludýr á heimilinu (eða réttara sagt skort á þeim). Þar sem jr. er með ofnæmi fyrir köttum eru þeir úti og þar sem við erum lítið heima eru hundarnir úti. Ég sagði því Fanneyju að við skildum athuga með páfagauk þegar við kæmum heim og hvort hana langaði ekki í páfagauk sem gæludýr. Hún sagði "jú, jú... eða kind í garðinn. Kind í garðinn!! Það er þannig séð ekkert svo fráleit hugmynd. Kindur eru nokkurn veginn sjálfbjarga, geta séð um sig sjálfar hvað varðar fóður yfir sumartímann, auk þess sem ekki þyrfti að slá grasið og reglulega fengi grasið áburð. Jú svei mér þá...

Hún dóttir mín er mikið farin að spá í samskipti kynjanna (þó að nú væri... orðin 4ra ára;) Um daginn tilkynnti hún mér í fyrsta sinn að hún væri skotin í manni. Hún var að horfa á Skúbídú (ekki teiknimyndina) og varð voða skotin í söngvara sem söng í myndinni. Í dag brugðum við okkur svo í búð. Ég keypti í matinn og síríuslengju handa Fanneyju. Nema hvað þegar við erum rétt sestar inn í bílinn kemur fjallmyndarlegur drengur með síríuslengjuna, sem ég hafði gleymt á borðinu. Ég þakka manninum fyrir og þegar ég hafði lokað hurðinni heyrðist í minni "oh... hann er æðislegur... ég er skotin í honum". Mér líst náttúrulega ekkert á þetta fjöllyndi dóttur minnar og spyr hana um manninn sem hún var svo skotin í fyrir nokkrum dögum. Hún svarar "æ já, hann, ég var búin að gleyma honum. En það er allt í lagi, ég get alveg átt tvo kærasta;)" Ég reyndi að útskýra hvernig málin gengu fyrir sig í okkar samfélagi og þá spyr hún "Mamma, verða kærastar að hafa hár á maganum?" Ég náttúrulega svara því neitandi og segir hún þá "þá verður Högni Gunnar (á leikskólanum) bara kærastinn minn:) Mikið var ég ánægð með að tilvonandi tengdasonur væri á svipuðum aldri en ekki 20-30 árum eldri. 

Ég er búin að vera rosalega dugleg að taka til, raða og henda eftir að ég kláraði skólann. Þegar ég tók geymsluna rakst ég á kassa með öllu Barbie dótinu mínu og ákvað að leyfa jr. að fá það til að leika með. Í kassanum var m.a. Barbie, Ken og lítil barbie stelpa auk mjög fínna svefnherbergishúsganna, hjónarúm þ.á.m. Svo var sú stutta að leika með dótið, svo kalla ég á hana að fara að sofa og vildi hún láta dúkkurnar fara líka að sofa. Spyr hún mig þá hvar rúmið hans Kens sé. Ég segi henni að hann sofi nú bara upp í hjá Barbie. Mín var þá aldeilis hneyksluð... "Hvar á þá barnið að sofa!!" Það er kannski kominn tími á að hún fari að sofa í eigin rúmi;)


111 meðferð á dýrum...

mai 2007 039Á föstudaginn var blásið til sveitaferðar á leikskóla dóttur minnar. Tvær fullar rútur af eftirvæntingafullum börnum og foreldrum lögðu leið sína upp í Kjós. Veðrið var hið sæmilegasta þótt snjórinn næði langt niður hlíðar fjallanna sem við blöstu á leiðinni. Bærinn sem heimsóttur var gerir út á heimsóknir skólabarna svo móttaka okkar og allur aðbúnaður ungviða mannskepnunnar var til fyrirmyndar. Í húsi gátum við skoðað flest þau dýr sem teljast til húsdýra á Íslandi og þar sem vorið er komið (eða á að vera langt komið, ekki samt hægt að finna það á hitastiginu), var mikið af ungviði dýranna á staðnum sem hægt var að skoða. T.d. sáum við lömb, kiðlinga, kettlinga og hvolpa, auk hesta, belja, kinda, geita og hænsna. Allt var rosalega gaman og vel úr garði gert, nema eitt. Á svæðinu voru litlir kettlingar, þrjú lítil grey, sem skulfu og tístu af hræðslu þegar þeim var kastað á milli smábarnanna. Þeir voru geymdir í búri og svo dregnir út og settir í fangið á barni, fleiri börn hópuðust í kring til að skoða gersemarnar og náttúrulega vildu allir fá að klappa og knúsa. Mér fannst þetta vera svolítið "dyre-plagery" eins og danskurinn segir. Kettlingarnir voru að mínu mati allt of litlir til að þola svona meðferð. Ég fékk einn í fangið og hann skalf svoleiðis og titraði, maður fékk bara sting í hjartað og vildi helst bara stinga honum inn á sig og fara með heim. Fleiri fullorðnir í ferðinni voru á sama máli. Við verðum líka að kenna börnum okkar að umgangast dýrin. Svona lítil dýr á bara að horfa á. Við verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni og afkvæmum hennar, ekki einungis nota hana okkur til skemmtunar. Á svæðinu voru líka hálfstálpaðir hvolpar sem höfðu mikið gaman að því að eltast við krakkana og láta þá eltast við sig. Það var alveg nóg um að vera og til að skoða þó að kettlingarnir litlu hefðu verið geymdir í mánuð eða svo þangað til þeir væru stærri og stálpaðaðri og betur hæfir til að henda á milli 50 leikskólabarna.

PS. ég veit allt um hve börnin geta verið harðhent. Alveg með ólíkindum að hann Garpur skuli enn halda öllum limum, enda einstaklega snjall að fela sig og fljótur að hlaupa;)...oftast...

mai 2007 001mai 2007 003mai 2007 004


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband